Bíður enn milli vonar og ótta 9. nóvember 2009 06:00 Paul, Rosemary og Fídel smári Foreldrarnir vinna og búa í Reykjavík, en vita ekki nema þau þurfi að fara frá landinu hvenær sem er með skömmum fyrirvara. Fídel Smári fær ekki að fara á leikskóla fyrr en úr því er skorið.Fréttablaðið/Anton Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. Ramses og kona hans Rosemary eru bæði í vinnu og leigja íbúð í miðbænum. Sonur þeirra, Fídel Smári, er að verða átján mánaða gamall, en honum hefur þegar verið synjað um leikskólavist, þar sem foreldrar hans eru utan kerfis. Lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, mótmælti þessu fyrir hönd fjölskyldunnar og benti leikskólasviði borgarinnar á að foreldrar Fídels Smára greiddu skatt og útsvar í Reykjavík. Leikskólasvið féllst þá á að gera „undantekningu frá ófrávíkjanlegu skilyrði", þannig að Fídel fær pláss hjá dagforeldri niðurgreitt frá borginni. Hann fær samt ekki að vera á leikskóla. Katrín segist fegin þessari niðurstöðu, þótt hálfur sigur sé. Einnig virði hún það við Útlendingastofnun að taka ekki Paul Ramses fram fyrir röð hælisleitenda, þótt mál hans hafi fengið mikla umfjöllun á sínum tíma. Hins vegar segi það meira en mörg orð um ástand útlendingamála hér á landi hversu langan tíma þetta taki. „Ég fullyrði að þessi vinnsluhraði og lengd málsmeðferðarinnar er brot á stjórnsýslulögum. Það á að afgreiða mál eins fljótt og auðið er. En allir hælisleitendur þurfa að bíða svona lengi eftir frumákvörðun í hælismálum og síðan, ef þeir kæra neitunina, mega þeir bíða í átján til 24 mánuði til viðbótar eftir afgreiðslu dómsmálaráðuneytis," segir hún. Eftir að Ramses sótti um hæli í febrúar var honum synjað um það að kvöldi 2. júlí og boðið að gista hjá lögreglu. Daginn eftir var hann sendur til Ítalíu, en kona hans og barn voru skilin eftir á Íslandi. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og mótmælt fyrir utan dómsmálaráðuneytið, uns ný gögn í málinu bárust Útlendingastofnun, og Ramses var kallaður til hælismeðferðar á Íslandi. Þetta var 25. ágúst 2008. klemens@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. Ramses og kona hans Rosemary eru bæði í vinnu og leigja íbúð í miðbænum. Sonur þeirra, Fídel Smári, er að verða átján mánaða gamall, en honum hefur þegar verið synjað um leikskólavist, þar sem foreldrar hans eru utan kerfis. Lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, mótmælti þessu fyrir hönd fjölskyldunnar og benti leikskólasviði borgarinnar á að foreldrar Fídels Smára greiddu skatt og útsvar í Reykjavík. Leikskólasvið féllst þá á að gera „undantekningu frá ófrávíkjanlegu skilyrði", þannig að Fídel fær pláss hjá dagforeldri niðurgreitt frá borginni. Hann fær samt ekki að vera á leikskóla. Katrín segist fegin þessari niðurstöðu, þótt hálfur sigur sé. Einnig virði hún það við Útlendingastofnun að taka ekki Paul Ramses fram fyrir röð hælisleitenda, þótt mál hans hafi fengið mikla umfjöllun á sínum tíma. Hins vegar segi það meira en mörg orð um ástand útlendingamála hér á landi hversu langan tíma þetta taki. „Ég fullyrði að þessi vinnsluhraði og lengd málsmeðferðarinnar er brot á stjórnsýslulögum. Það á að afgreiða mál eins fljótt og auðið er. En allir hælisleitendur þurfa að bíða svona lengi eftir frumákvörðun í hælismálum og síðan, ef þeir kæra neitunina, mega þeir bíða í átján til 24 mánuði til viðbótar eftir afgreiðslu dómsmálaráðuneytis," segir hún. Eftir að Ramses sótti um hæli í febrúar var honum synjað um það að kvöldi 2. júlí og boðið að gista hjá lögreglu. Daginn eftir var hann sendur til Ítalíu, en kona hans og barn voru skilin eftir á Íslandi. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og mótmælt fyrir utan dómsmálaráðuneytið, uns ný gögn í málinu bárust Útlendingastofnun, og Ramses var kallaður til hælismeðferðar á Íslandi. Þetta var 25. ágúst 2008. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira