Innlent

Bæjarstjórinn himinlifandi með úrslitin

Ásgerður Halldórsdóttir.
Ásgerður Halldórsdóttir.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er himinlifandi með úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fram fór í gær. Þar fékk Ásgerður afgerandi kosningu til að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum í maí á ári en stutt er síðan hún tók við sem bæjarstjóri.

Ásgerður hlaut 707 atkvæði í fyrsta sætið en í öðru sæti hafnaði Guðmundur Magnússon með 330 atkvæði í 1.-2.sæti. Hann sóttist líkt og Ásgerður eftir oddvitasætinu. Á kjörskrá voru 1504 en atkvæði greiddu 1090 eða 72,5%.

„Ég var búinn að finna fyrir góðum undirtektum í prófkjörsbaráttunni en ég var aldrei örugg með neitt. Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan góða stuðning og það traust sem er sýnt," segir Ásgerður.

Þá segir Ásgerður að þátttakan í prófkjörinu hafi verið mun meiri en hún hafði gert ráð fyrir. Sjálfstæðismenn séu afar ánægðir með þann mikla fjölda sem tók þátt í prófkjörinu og hvernig framkvæmd þess tókst.


Tengdar fréttir

Ásgerður sigraði á Seltjarnarnesi

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sem fram fór í dag. Guðmundur Magnússon sem sóttist eftir oddvitasætinu hafnaði í 2. sæti. 1090 greiddu atkvæði í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×