Erlent

Fallinna hermanna minnst

Elísabet Bretadrottning Tók þátt í minningarathöfn.Fréttablaðið/AP
Elísabet Bretadrottning Tók þátt í minningarathöfn.Fréttablaðið/AP

Bretar minntust í gær fallinna hermanna í öllum styrjöldum sem landið hefur átt í, þar á meðal bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldunum ásamt núverandi stríðsrekstri í Afganistan og Írak.

Alls hafa 232 Bretar týnt lífinu í Afganistan síðan stríðið þar hófst árið 2001.

Minningardagur fallinna hermanna hefur verið haldinn árlega í Bretlandi síðan 1918. Bretar lögðu meira upp úr þessum degi en venjulega vegna þess að á árinu létust þrír aldraðir menn, þeir síðustu eftirlifandi sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×