Innlent

Bókaútgáfur í bæklingastríði

Tómas Hermannsson
Efins um þátttöku í Bókatíðindum.
Tómas Hermannsson Efins um þátttöku í Bókatíðindum.

Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem Forlagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgefenda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefendur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist," segir Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk ruglist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðindum sem væntanleg eru innan skamms.

Framkvæmdastjóri Forlagsins, Jóhann Páll Valdimarsson, segir í umræðum á netinu að Forlagið hafi gefið út slíkan bækling allan sinn starfstíma. „Þú ert of ungur Tommi," segir Jóhann á Facebook-síðu Tómasar. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×