Snilldarlausnin hangir á herðatré 9. nóvember 2009 02:00 hugmyndasamkeppnin sett Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit, og Þórhildur Birgisdóttir voru á meðal þeirra sem stigu í pontu þegar hulunni var svipt af herðatré í hugmyndasamkeppni í tengslum við Athafnavikuna í gær. „Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. Hitað var upp fyrir Athafnavikuna í hádeginu í gær þegar hlutur var afhjúpaður á netsíðunni www.athafnavika.is sem gegnir lykilhlutverki í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir – Marel. Þátttakendur mega gera hvað sem þeir vilja við herðatréð að því gefnu að virði þess aukist. Taka má þátt í keppninni hvenær sem er. Það eina sem þarf er að finna herðatré, taka myndband af virðisaukningu þess og senda inn á netsíðu keppninnar í síðasta lagi á hádegi 15. nóvember. Þórhildur segir ýmsa hluti hafa verið nýtta með árangursríkum árangri. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að efri hluti af plastflösku hefði verið settur undir borðfót í sambærilegri hugmyndasamkeppni við Stanford-háskóla og var tappi flöskunnar nýttur til að stilla borðið af. „Í raun má gera hvað sem er. Ég vonast til að sem flestar og fjölbreyttastar hugmyndir muni skila sér,“ segir Þórhildur. Myndbönd frá hugmyndasamkeppninni verða sýnd á meðan á Athafnavikunni stendur og mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra veita verðlaun fyrir bestu hugmyndina á lokahátíðinni 22. nóvember. Þórhildur segir erfitt að meta hve margir muni taka þátt í Athafnavikunni. Þegar séu rúmlega fimmtíu viðburðir skráðir, allt frá litlum samkomum til sameiginlegs fagnaðar hannyrðafólks um allt land sem muni taka höndum saman í tilefni af útgáfu prjónabókar. „Við stefnum í það minnsta á að hafa mestu þátttökuna, miðað við höfðatölu,“ segir Þórhildur.jonab@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Við vildum ekki hefta sköpunargáfuna. Fólk má gera hvað sem er sem eykur virði hlutar sem alla jafna er einskis virði,“ segir Þórhildur Birgisdóttir, framkvæmdastjóri alþjóðlegu Athafnavikunnar. Vikan hefst 16. nóvember næstkomandi og lýkur 22. nóvember. Hitað var upp fyrir Athafnavikuna í hádeginu í gær þegar hlutur var afhjúpaður á netsíðunni www.athafnavika.is sem gegnir lykilhlutverki í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir – Marel. Þátttakendur mega gera hvað sem þeir vilja við herðatréð að því gefnu að virði þess aukist. Taka má þátt í keppninni hvenær sem er. Það eina sem þarf er að finna herðatré, taka myndband af virðisaukningu þess og senda inn á netsíðu keppninnar í síðasta lagi á hádegi 15. nóvember. Þórhildur segir ýmsa hluti hafa verið nýtta með árangursríkum árangri. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að efri hluti af plastflösku hefði verið settur undir borðfót í sambærilegri hugmyndasamkeppni við Stanford-háskóla og var tappi flöskunnar nýttur til að stilla borðið af. „Í raun má gera hvað sem er. Ég vonast til að sem flestar og fjölbreyttastar hugmyndir muni skila sér,“ segir Þórhildur. Myndbönd frá hugmyndasamkeppninni verða sýnd á meðan á Athafnavikunni stendur og mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra veita verðlaun fyrir bestu hugmyndina á lokahátíðinni 22. nóvember. Þórhildur segir erfitt að meta hve margir muni taka þátt í Athafnavikunni. Þegar séu rúmlega fimmtíu viðburðir skráðir, allt frá litlum samkomum til sameiginlegs fagnaðar hannyrðafólks um allt land sem muni taka höndum saman í tilefni af útgáfu prjónabókar. „Við stefnum í það minnsta á að hafa mestu þátttökuna, miðað við höfðatölu,“ segir Þórhildur.jonab@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira