Fleiri fréttir

Tveggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut

Tveggja bíla árekstur varð á ellefta tímanum í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut í Reykjavík. Kalla þurfti út dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að olía lak úr öðrum bílnum. Ekki urðu alvarleg slys á fólk en einn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Mannskæð sprengjuárás í Pakistan

Að minnsta kosti 12 féllu og 35 særðust í sjálfsmorðsprengjuárás á markaði í bæ skammt frá borginni Peshawar í Pakistan í morgun. Talið er að tilræðinu hafi verið beint bæjarstjóranum sem var staddur á markaðnum þegar sprengjan sprakk en hann var meðal hinna látnu. Fram kemur á vef BBS að bæjarstjórinn hafi verið mikill andstæðingur Talibana.

Katrín gengur til móts við Suðurnesjamenn

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, ætlar að hitta þátttakendur í Keflavíkurgöngunni þegar hópurinn kemur í Kúagerði á eftir. Þetta kemur fram á Facebook síðu ráðherrans. Um 300 taka þátt í göngunni.

Obama: Söguleg niðurstaða

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Sjálfur segir Obama að niðurstaðan sé söguleg. Hann er sannfærður um að öldungadeildin samþykki frumvarpið á næstu vikum og vonast til þess að það verði orðið að lögum fyrir áramót.

Konur missa vinnuna í niðurskurði

Margrét Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, óttast ekki að lögum um fæðingarorlof verði breytt vegna efnahagsástandsins. Hún vill að stjórnvöld meti framkvæmdir út frá hag kynjanna áður en ráðist er viðkomandi framkvæmd. Ábyrgð stjórnvalda sé mikil. „Með auknum niðurskurði hjá hinu opinbera þá munu fylgja fjöldauppsagnir kvenna, til að mynda í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Margrét sem var gestur í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun.

Vilja réttarbætur fyrir transfólk

Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Umbótafrumvarp Obama samþykkt

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Það þykir mikill sigur fyrir Obama að frumvarpið hafi verið samþykkt.

Keflavíkurgangan farin í dag

Keflavíkurganga verður farin í dag en gengnir verða 10 kílómetrar frá Vogaafleggjara, klukkan 11:30, að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldin klukkan tvö. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka ætla að mæta hópnum á miðri leið eins og segir í tilkynningu og munu ávarpa fundinn við Kúagerði.

Víða hálka

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og í allri Árnessýslu. Á Vesturlandi eru hálkublettir á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms og á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði.

Vilja jafnan rétt til að umgangast börnin sín

Félag um foreldrajafnrétti skorar á ríkisstjórn Íslands að taka á jafnrétti foreldra til að umgangast börnin sín en talið er að um 20.000 skilnaðarbörn séu á Íslandi.

Sex líkamsárásarmál í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu upp sex líkamsárásarmál en þau voru minniháttar, að sögn varðstjóra. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Sex gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Þá var töluvert um hávaðaútköll í heimahús.

Ökuníðingur á ofsahraða hafnaði utanvegar

Bifreið hafnaði utanvegar við Norðausturveg í Öxarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að lögreglumenn á Húsavík veittu bílnum eftirför. Lögreglumennirnir ætlaðu að athuga ástand ökumannsins en hann virti ekki stöðvunarmerki og jók þess í stað hraðann. Við tók eftirför þar sem bifreiðinni var ekið á allt að 170 kílómetrahraða en að lokum hafnaði bifreiðin utanvegar. Ökumaðurinn, karlmaður á tvítugsaldri, slasaðist ekki en hann reyndist talsvert ölvaður. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Reyndi að smygla lyfjum í fangelsið á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöldi stúlku á tvítugsaldri þegar hún reyndi að kasta pakka inn í fangelsisgarðinn á Akureyri. Pakkinn reyndist innihalda lyfseðilskyld lyf, sprautur og nálar. Fram kemur í tilkynningu að stúlkan var handtekin á Akureyri fyrir viku síðan vegna gruns um fíkniefnamisferli.

Heilbrigðisráðherrann bólusettur í beinni

Bólusetning gegn svínaflensu hófst í Saudi-Arabíu í gær þegar heilbrigðisráðherra landsins var bólusettur fyrstur landsmanna. Atburðinum var sjónvarpað um land allt en með sjónvarpsútsendingunni vildu yfirvöld draga úr ótta almennings við bólusetningu gegn flensunni. Auk þess er það vilji ráðamenn að reyna að koma í veg fyrir að fjöldi pílagríma sem eru á leið til lSaudi-Arabíu smitist af svínaflensu eða dreifi henni séu þeir sýktir. Pílagrílmarnir verða að öllum líkindum sprautaðir þegar þeir koma til landsins.

Pelosi: Fulltrúadeildin mun samþykkja umbótafrumvarpið

Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fullyrðir að fulltrúadeildin muni samþykkja umdeilt frumvarp Bandaríkjaforseta um umbætur í heilbrigðiskerfinu. Að auki lýsti repúblíkaninn Mike Pence því yfir í gær að barátta repúblíkana væri töpuð og að frumvarpið yrði að lögum. Um leið og hann gaf út þessa yfirlýsingu fordæmdi hann frumvarpið og vinnubrögð demókrata.

Ellefu týndi lífi í flugslysi í Rússlandi

Rússnesk herflugvél fórst við austurströnd Rússlands í gær. Um borð voru ellefu hermenn sem eru taldir látnir. Leit stendur yfir vélinni sem er að gerðinni Tu-142.

Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir

Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina.

Biskup ósáttur með minni framlög til þróunaraðstoðar

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ávarpi sínu á Kirkjuþingi í dag að illt væri til þess að vita að Íslendingar hlypu frá skuldbindingum sínum með því að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Þau hafa verið skorin niður um fjórðung.

Tvöfaldur í næstu viku

Enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni og verður fyrsti vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Einn var með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og hlýtur hann rúmlega 200 þúsund í vinning. Miðinn var seldur í Ak-inn við Hörgárbraut á Akureyri.

Vill skipta á húsinu sínu fyrir bújörð

Fjögurra manna fjölskylda úr Hafnafirði er búinn að setja húsið sitt á sölu og vill skipta því fyrir bújörð. Gamall draumur að gerast bóndi segir heimilisfaðirinn sem er þreyttur á hraðanum í borginni.

Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er meðal umsækjenda um starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar og hefur beitt sér fyrir hennar hönd, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Slökkvilið kallað út vegna reyks í Kópavogi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning á sjötta tímanum í dag um að reykur kæmi út um glugga í fjölbýlishúsi við Álfatún í Kópavogi. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um minniháttar mál var að ræða. Reykurinn reyndist koma frá potti eldavél.

Höskuldur biðst ekki afsökunar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar.

Góð kjörsókn á Seltjarnarnesi

Fyrsta prófkjörið vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí á næsta ári fer fram í dag, en það eru sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi sem vilja í efstu sæti framboðslista síns.

Uppsagnir og strætisvagnar seldir verði farið í útboð

„Það er ekki hægt að afgreiða svona tillögur til frekari vinnslu og um leið segja engar kollsteypur fyrirhugaðar," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem gefur lítið fyrir yfirlýsingar stjórnarformanns Strætós bs. um tillögur sem fela sér að rekstur á öllum strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verði boðinn út til einkaaðila. Dagur segir að verði farið í útboð þýði það að strætisvagnarnir verði seldir og auk þess verði öllum vagnstjórum sagt upp.

Fimm þúsund kassar sendir til Úkraínu

Það eru síðustu forvöð hjá fólki sem vill senda börnum í Úkraínu jól í skókassa að setja eitthvað fallegt í kassa og koma honum til KFUM og K. Verkefninu lýkur í dag og nú um hádegi voru þegar komnir á þriðja þúsund kassa í hús KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28.

Brúarsmíði yfir Hvítá

Uppundir 150 manns unnu í gærdag og fram á kvöld að einhverju viðamesta steypuverkefni sem um getur hérlendis, að steypa nýju Hvítárbrúna við Flúðir í Árnessýslu. 32 steypubílar eru í stöðugum ferðum fram á morgundaginn, bæði frá Selfossi og úr Reykjavík. Fjallað var um framkvæmdina í fréttum Stöðvar 2 í gær. Myndirnar sem fylgja þessari frétt tók Þórir Tryggvason flugmaður um tíuleytið í morgun.

Ísraelar áhyggjufullir vegna yfirlýsinga Abbas

Háttsettir embættismenn í Ísrael eru áhyggjufullir vegna nýlegra yfirlýsinga Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, um að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Þeir telja að hugsanlegt brotthvarf Abbas muni koma til með að torvelda allar friðarviðræður á svæðinu.

Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu

Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta.

Stendur ekki til að umbylta rekstri Strætós

Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Strætós bs, segir að ekki standi til að ráðast í róttækar breytingar á rekstri byggðarsamlagsins. Hún segir ýmislegt jákvætt í nýlegum tillögum sem ráðgjafarfyrirtæki vann að beiðni stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu.

Mikill stuðningur við mögulega ESB aðild Íslands

„Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem skipuð var í vikunni. Rætt er við Stefán í Fréttablaðinu í dag.

Keflavíkurgangan er markaðstilraun

Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar, gefur lítið fyrir fyrirhugaða göngu á milli Vogaafleggjara og Kúagerði sem kölluð hefur verið Keflavíkurganga og verður farin á á morgun. Sveitarstjórinn kallar gönguna Kúagerðisgönguna og segir hana markaðstilraun til að beina athygli frá raunverulegum vanda Suðurnesjamanna.

Seld strax eftir fæðingu

Eins árs gömul stúlka sem talið er að læknar hafi selt strax eftir fæðingu er nú komin aftur til móður sinnar í Mexíkóborg. Læknarnir sögðu móðurinni að stúlkan hefði látist skömmu eftir fæðingu.

Óeðlilegt ef ekki er lánað á ákveðnum svæðum

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óeðlilegt ef lífeyrissjóðir láni ekki út á hús í tilteknum landshlutum. Lífeyrissjóðir starfsmanna sveitarfélaga lánar ekki fé út á fasteignir á svæðum sem sjóðurinn skilgreinir illseljanleg.

Hámarkinu náð

Við höldum að við séum búin að ná hámarkinu og vonandi fer að draga úr svínaflensunni segir sóttvarnarlæknir. Um 50 þúsund Íslendingar hafa nú þegar veikst af flensunni. Viðbragðsstigið á Landspítalanum hefur verið lækkað úr í gulu í grænt.

Minnast hruns múrsins

Sumarið 1989 varð fyrir margra hluta sakir sögulegt. Nærri lá að atburðirnir á Torgi hins himneska friðar í júní næðu að skyggja á óróleikann í Austur-Þýskalandi eftir sveitarstjórnarkosningarnar í byrjun maí. Seinni hluta sumars og fram á haust jókst þungi flóttafólks frá Austur-Þýskalandi og í byrjun nóvember hótuðu tékknesk yfirvöld að hleypa ekki fleirum Austur-Þjóðverjum inn í landið.

Keflavíkurgangan farin á morgun

Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö.

Forsetinn afhendir verðlaun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir í dag verðlaun þeim grunnskólanemendum sem sigruðu í ratleik Forvarnardagsins en hann fór fram í grunnskólum landsins í lok september.

Kreppan er prófsteinn

„Þær efnahagsþrengingar sem þjóðin gengur gegnum eru prófsteinn, prófraun á samfélag okkar, stofnanir, fullveldi þjóðar, samkennd, já og hjartalag. Á þrengingatímum kemur hjartalagið í ljós,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup, í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings í morgun.

Hagstæður samningur um risavaxið gagnaver

„Samningurinn við Reykjanesbæ er báðum aðilum hagstæður", segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Holdings, um samkomulag sem undirritað var fyrr í vkunni um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Obama segir þjóðina syrgja

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vottaði í vikulegu ávarpi sínu í dag aðstandendum fórnarlambanna í skotárásinni í herstöðinni í Fort Hood samúð sína. Hann sagði bandarísku þjóðina alla syrgja og þá bar hann lof á viðbrögð hermenn og óbreytta borgara eftir skotárásina sem komu særðum til hjálpar.

Sjá næstu 50 fréttir