Fleiri fréttir

Afmælishátíð í Heiðarskóla

Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla föðmuðu skólann sinn í dag og settu upp ísskúlptúr í tilefni af 10 ára afmæli hans en skólinn var afhentur Reykjanesbæ árið 2000. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að Heiðarskóli leggi áherslu á listir og skapandi starf og eru nemendur 460 og starfsmenn 60. Þess má geta að skólinn hefur á þessum 10 árum útskrifað 461 nemendur úr 10. bekk.

Óvíst um rafrænar kosningar

Óvíst er hvort að fjármagn fáist til að ljúka tilraunaverkefni um rafrænar kosningar en til stóð að kosið yrði með rafrænum hætti í tveimur bæjarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Nýr risahringur um Satúrnus

Bandarískir stjarnfræðingar hafa komið auga á áður óþekktan hring í kringum Satúrnus sem er margfallt stærri en þeir sem þekktir eru.

Óvíst hvort lagt verður fram frumvarp vegna Icesave

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur ekki öruggt að lagt verði fram frumvarp vegna Icesave málsins á næstu dögum eða vikum. Hann segir það þó líklegt. Jafnframt sé óljóst hvort þingmeirihluti sé fyrir slíku frumvarpi. Þá segir ráðherrann ólíklegt að fallist verði á allar kröfur Breta og Hollendinga í málinu.

EES-samningurinn ekki í hættu vegna Icesave

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki í hættu náist ekki niðurstaða í Icesave málinu. Hann segir segir slíkt fráleitt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur út í málið á þingfundi í dag.

Hannes búinn að missa glæsivillu við Fjölnisveg

Hannes Smárason og fjölskylda eiga ekki lengur tvö glæsilegustu hús Fjölnisvegar í Reykjavík. Landsbankinn hefur leyst til sín félagið Fjölnisveg 9, sem var í eigu Hannesar, en það á meðal annars glæsivilluna Fjölnisveg 11 og lúxusíbúð við Pont Street í London sem metin var á rúman milljarð.

Vesturgata verður vistgata

Framkvæmdir hefjast nú í vikulok við að breyta Vesturgötu milli Aðalstrætis og Grófarinnar í vistgötu. Vesturgötu verður einnig á þessum kafla breytt í einstefnugötu til norðurs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gróðurbeðum verði komið fyrir í götunni og hún fegruð. „Efniviður er valinn til að skapa vistlega stemmingu og tengja við Grófartorg og annað sem fyrir er. Gróðurbeð verða úr grásteini og brústeini; pollar verða úr grágrýti, en þeir hindra að bílum sé lagt upp á gangstétt. Þá verður snjóbræðslu komið fyrir á gönguleiðum.“

Óheppnir sjóræningjar

Sómölskum sjóræningjum brá heldur betur í brún þegar þeir réðust á það sem þeir héldu að væri varnarlaust flutningaskip undan ströndum landsins í gær.

Ögmundur: Stjórnin ekki að springa

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna vill að samstarfsamningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði sagt upp nú þegar og Alþingi taki að nýju á Icesave málinu. Hann segir ríkisstjórnina hafa verið stofnaða til að verja norrænt velferðarkerfi en ekki til að fara í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hættir sem forstjóri Krabbameinsfélagsins

Guðrún Agnarsdóttir lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélags Íslands um áramótin að eigin ósk. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs forstjóra og verður auglýst eftir umsækjendum á næstunni.

Guðmundur Brynjólfsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin

Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í morgun, en verðlaunin voru veitt í Árbæjarskóla. Bókin heitir Þvílík vika. Guðmundur segir að bókin sé unglingasaga frekar en barnasaga. Hún fjalli um þrjá stráka sem séu að ljúka við tíunda bekk og byrja að fóta sig í samfélaginu. Í samtali við Vísi segist Guðmundur vera afar ánægður með verðlaunin sem hann fékk afhent í dag.

Lögregla tók ekki sýni af bíl Rannveigar

Lögregla tók ekki sýni af lakkleysi sem var notaður í skemmdarverkum á bílum forstjóra álversins í Straumsvík og Orkuveitu Reykjavíkur. 27 skemmdarverk með málningu á heimilum útrásar- og stóriðjuforkólfa eru enn óupplýst.

Sauðkrækingum svíður fjárlagafrumvarpið

Sauðkrækingum svíður forgangsröðun stjórnvalda sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Á fréttavefnum Feyki kemur fram að á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætli menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurt.

Hrannar undrast þögn Morgunblaðsins

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, undrast að Morgunblaðið hafi ekki gert afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur skil blaðinu í dag. Hann gagnrýnir einnig fréttamat Ríkissjónvarpsins.

Al-Kaida hvetur til árása á Kína

Í myndbandi á vefsíðu islamista varaði Abu Yahya al-Libi kínversk stjórnvöld við því að þeirra biðu sömu örlög og Sovétríkjanna sem liðuðust í sundur fyrir tveim áratugum.

Réðst á konu og reyndi síðan að vinna sér mein

Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í íbúð í Hörðalandi í Fossvogi í morgun. Að sögn lögreglu er konan með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið í morgun.

Vinstri græn óstjórntæk - vill Hrunflokkastjórn

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar komi að uppbyggingu atvinnulífsins séu Vinstri grænir óstjórntækur flokkur. Hann telur að á næstunni geti skapast aðstæður þar sem lögð verði fram vantrausttillaga á ríkisstjórnina. Jón vill að mynduð verði til eins árs þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.

Forsetinn fjallaði um framtíð norðurslóða

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda.

Braust inn en stal engu

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn en það er liðið svolítið langt síðan síðast, segir Jóhanna Hermannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Hlíð í Mosfellsbæ. Gluggi var spenntur upp á leikskólanum og brotist inn í hann á fimmta tímanum í nótt.

Um 48% íslenskra heimila eiga flatskjá

Tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% heimila eru með nettengingu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagstofunnar. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%.

Yoko býður borgarbúum út í Viðey

Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar þann 9. október næstkomandi býður Yoko Ono ókeypis ferðir til Viðeyjar 9., 10., og 11. október. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem haldnir verða 9. október og hefjast kl. 22.00.

Staða heimilanna rædd á Alþingi

Tvennar utandagskrárumræður fara fram á Alþingi í dag. Að beiðni Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður staða heimilanna tekin til sérstakrar umræðu. Til andsvara verður Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.

Fjölmennt lögreglulið í Hörðalandi

Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna var kallað að Hörðalandi í Fossvogi rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Lögreglan verst allra frétta af málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð maður fyrir líkamsárás þar. Við segjum nánari fréttir af málinu á Bylgjunni og Vísi.is síðar í dag.

Steingrímur kemur heim í dag

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kemur heim af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag og mun funda með þingflokki Vinstri grænna klukkan fjögur.

Reykjavíkurborg fékk tilnefningu til nýsköpunarverðlauna

Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki.

Einn mannskæðasti bardagi í Afganistan fram að þessu

Hermenn NATO drápu rúmlega hundrað uppreisnarmenn í Nuristan í Austur-Afganistan á laugardaginn og er þar um að ræða einn mannskæðasta bardaga í stríðinu í Afganistan fram að þessu en það hefur nú varað í átta ár.

Endurmenntun skilar ekki betri starfsmönnum

Þrátt fyrir að starfstengt framhaldsnám geti verið skemmtilegt bendir flest til þess að það skili fyrirtækjum ekki betri starfsmönnum, ef marka má danska rannsókn.

Reyndu að slá ryki í augu lögreglu

Lögreglan í Óðinsvéum þakkar árvökulum vitnum fyrir að fjórir ræningjar voru gripnir eftir að þeir ógnuðu gullsmið með byssu og létu greipar sópa í verslun hans.

Craz-E Burger nýjasta sprengja Bandaríkjamanna

Í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur nú litið dagsins ljós sú hitaeiningasprengja sem seint verður slegin út og sameinar að auki tvo vinsæla rétti þarlendra, hamborgarann og kleinuhringinn.

Brotist inn í leikskólann Hlíð

Brotist var inn í leikskólann Hlíð í Mosfellsbæ á fimmta tímanum í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hvort einhverju hafi verið stolið í innbrotinu eða skemmdir unnar en það mun væntanlega skýrast þegar starfsmenn og leikskólabörn mæta í dag.

Rósin afhjúpuð við hátíðlega athöfn

Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu minnisvarðann "Rósina" við hátíðlega athöfn í gær. Rósin er alþóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og um allan heim.

Óbreytt sala á áfengi

Þrátt fyrir verri efnahagsaðstæður er sala áfengis fyrstu 9 mánuði þessa árs nánast óbreytt frá því sem var í fyrra, samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Vínbúðanna.

Boðar gríðarlegan niðurskurð í opinberum rekstri

George Osborne, fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti breska Íhaldsflokksins, boðar afar strangar aðhaldsaðgerðir í opinberum fjármálum fari Íhaldsflokkurinn með sigur í næstu þingkosningum í Bretlandi. Samkvæmt þeim yrði niðurskurðurinn í ríkisrekstrinum sá mesti í 30 ár.

Festust í lyftu

Slökkviliðið var kallað að fjölbýlishúsi við Ásakór í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld en þar hafði fólk fest í lyftu. Greiðlega gekk að koma fólkinu úr lyftunni þegar slökkviliðsmennirnir voru komnir á staðinn en þeir hafa sérstaka lykla frá lyftuframleiðendum sem þeir beita í tilfellum sem þessu. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að tilvik sem þetta sé mjög óalgengt nú til dags og rekur hann það til betra viðhalds á lyftunum.

Vilja endurskoða samstarfið við AGS

Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð.

EES-samningurinn í hættu falli Icesave

Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum.

Rósin afhjúpuð í Laugardalnum

Samtökin Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu í gær Rósina, alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú, við þvottalaugarnar í Laugardal.

Vill 2,4 milljarða úr þrotabúi Lehman

Íslenskur fyrrum yfirmaður hjá Lehman Brothers fjárfestingarbankanum hefur gert tæplega nítján milljóna bandaríkjadala kröfu í þrotabú bankans. Krafan jafngildir 2.355 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir