Innlent

Rósin afhjúpuð í Laugardalnum

Rósin Minnismerkið er gegnt þvottalaugunum í Laugardal.Mynd/Barnaheill
Rósin Minnismerkið er gegnt þvottalaugunum í Laugardal.Mynd/Barnaheill

Samtökin Barnaheill á Íslandi afhjúpuðu í gær Rósina, alþjóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú, við þvottalaugarnar í Laugardal.

Rósinni er ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum, að því er segir í tilkynningu. Sams konar minnismerkjum hefur verið komið upp víða um heim.

Vigdís Finnbogadóttir afhjúpaði minnisvarðann ásamt fulltrúum ungmennaráðs Barnaheilla. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×