Innlent

Festust í lyftu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið var kallað að fjölbýlishúsi við Ásakór í Kópavogi um áttaleytið í gærkvöld en þar hafði fólk fest í lyftu. Greiðlega gekk að koma fólkinu úr lyftunni þegar slökkviliðsmennirnir voru komnir á staðinn en þeir hafa sérstaka lykla frá lyftuframleiðendum sem þeir beita í tilfellum sem þessu. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að tilvik sem þetta sé mjög óalgengt nú til dags og rekur hann það til betra viðhalds á lyftunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×