Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 09:11 Sakborningar neituðu sök við þinglýsingu málsins en játuðu skýlaust fyrir dómi í júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira