Innlent

Reykjavíkurborg fékk tilnefningu til nýsköpunarverðlauna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir viðurkenninguna vera afar ánægjulega. Mynd/ Rósa.
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir viðurkenninguna vera afar ánægjulega. Mynd/ Rósa.
Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki.

„Þessi tilnefning Eurocites er mikil viðurkenning á þeim nýju vinnubrögðum sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir og veitir okkur hvatningu til áframhaldandi góðra verka," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir í tilkynningu til fjölmiðla. Hún segir ánægjulegt fyrir Reykjavíkurborg að vera tilnefnd til verðlauna fyrir ný vinnubrögð.

Tilnefnt verkefni Reykjavíkurborgar var hluti af viðamikilli hagræðingarvinnu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 þar sem leitað var til starfsfólks Reykjavíkurborgar um nýjar lausnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×