Erlent

Mörg tonn af stolnum forngripum fara um Heathrow

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin er tekin á þjóðminjasafninu í Kabúl.
Myndin er tekin á þjóðminjasafninu í Kabúl. MYND/AP

Rúmlega 2.000 forngripum, sem stolið hefur verið af söfnum í Afganistan í skjóli stríðsástands og upplausnar þar, hefur verið komið í hendur réttra eigenda á ný. Gripirnir, sem samanlegt vega rúmlega þrjú og hálft tonn, eiga það sameiginlegt að hafa fundist á Heathrow-flugvelli í farangri og flugfrakt en að sögn tollvarða á Heathrow er flugvöllurinn eins konar umflutningsmiðstöð fyrir smyglvarning frá Afganistan, Pakistan og öðrum löndum þar í kring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×