Vilja endurskoða samstarfið við AGS 7. október 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagshrun og endurreisnina á Alþingi í gær. fréttablaðið/vilhelm Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira