Vilja endurskoða samstarfið við AGS 7. október 2009 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra flytur skýrslu um efnahagshrun og endurreisnina á Alþingi í gær. fréttablaðið/vilhelm Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var í brennidepli í umræðum um skýrslu forsætisráðherra um efnahagshrunið og endurreisnina á Alþingi í gær. Þá var ár liðið frá því að neyðarlögin voru sett en á þeim var yfirtaka ríkisins á bönkunum grundvölluð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsynlegt að endurskoða samstarfið og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði sjóðinn ekki leiða okkur út úr kreppunni. Þvert á móti væri hætta á að innviðir samfélagsins skemmdust ef stefnu sjóðsins væri fylgt í blindni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kvaðst vilja koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í burtu enda væri hann farinn að valda tjóni. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sagði sjóðinn hafa smátt og smátt hert tökin á Íslendingum með þeim afleiðingum að undirstöður efnahagslífsins hefðu veikst. Minnti hún á að hún hefði varað við samstarfinu þegar til þess var stofnað. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að á sínum tíma hefði Ísland átt þann kost einan að leita samstarfs við AGS. Samstarfið sé enn snar þáttur í efnahagsstefnu stjórnvalda og verði til vors 2011. Í ræðu sinni fór Jóhanna yfir aðdraganda hrunsins. Staldraði hún við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, innlánsreikninga Landsbankans og Kaupþings í útlöndum, viðskiptasiðferði, spillingu og græðgi. Hún sagðist hafa þrásinnis spurt í þinginu um málefni bankanna, vöxt þeirra, krosseignatengsl, innstæðutryggingar og eignarhaldsfélög. „Engin skýr og skilmerkilög svör bárust,“ sagði Jóhanna. „Undirstrikað var þó oftast að ekki væri hætta á ferðum.“ Jóhanna sagði allt hafa brugðist; bankana, stjórnkerfið, stjórnmálin, eftirlitskerfið, fjölmiðlana og hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar. Baðst hún því næst afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda. Undir lok máls síns hét hún á þing og þjóð að kveðja ár hrunsins og beina sjónum í ríkari mæli fram á veginn. Horfa til uppbyggingarinnar og tækifæranna. Sagði hún að þótt margt hefði breyst þá sé Ísland og verði land tækifæranna. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira