Fleiri fréttir Stóriðjan leggi sitt af mörkum Er það til of mikils mælst að stóriðjufyrirtæki og stórnotendur raforku greiði lágt auðlindagjald eins og allir aðrir? Að þessu spyr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í aðsendri grein um orku- og auðlindagjöld í Fréttablaðinu í dag. 7.10.2009 03:30 Freista þess að bera klæði á vopnin Þingflokkur Vinstri grænna mun funda seinnipartinn í dag, eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kemur til landsins af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 03:00 Smáhækkun í september Raungengi krónunnar hækkaði um 1,2 prósent í september á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. 7.10.2009 02:30 Tugir manna handteknir Lögreglan í Istanbúl beitti þrýstivatnsslöngum, táragasi og piparúða til að dreifa hundruðum manna sem komu saman til að mótmæla ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 02:15 Lögguníðingur löngu kominn Karlmaðurinn sem hefur verið í endurkomubanni í fimm ár, eftir árás á tvo lögreglumenn á Laugavegi á síðasta ári, hafði dvalið hér svo mánuðum skipti áður en lögregla handtók hann. 7.10.2009 02:00 Horfa til aukinnar nýtingar Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópusambandinu. 7.10.2009 02:00 Hefja störf í næstu viku Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær þrjá nýja saksóknara við embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þremenningarnir munu hefja störf fyrir embættið 15. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 7.10.2009 02:00 Rannsóknir á hendi lögreglu Lögregla fer með eftirlit með útlendingum hér á landi og tekur í tilviki EES-borgara ákvörðun um frávísun þeirra, ef tilefni til afskipta rís innan sjö sólarhringa frá komu til landsins. 7.10.2009 01:30 Ráðherrarnir verða færri George Papandreou, leiðtogi sósíalista á Grikklandi, tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur á hægristjórn Costas Karamanlis um síðustu helgi. 7.10.2009 01:15 Nektardansinn verði bannaður Frumvarp þingmanna úr fjórum flokkum gerir ráð fyrir að nektardans verði með öllu bannaður. 7.10.2009 01:00 Polanski tapaði fyrstu lotunni Pólski kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski varð að láta í minni pokann í fyrstu lotu baráttu sinnar við svissneska réttarkerfið þegar dómsmálaráðuneyti landsins hafnaði beiðni hans um lausn úr varðhaldi. 7.10.2009 00:45 Ekki meira en 24 bjóra á dag Ástralskir kappakstursunnendur verða að láta sér nægja einn kassa, 24 dósir, af bjór á dag á meðan þeir fylgjast með þriggja daga kappakstri sem fram fer í landinu í vikunni. 7.10.2009 00:30 Handtekinn í Úganda í gær Fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Rúanda var handtekinn í Úganda í gær, grunaður um að hafa verið einn af höfuðpaurum þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994. 7.10.2009 00:30 Verksmiðja sem breytir mengun í eldsneyti rís í Svartsengi Byltingarkennd verksmiðja, sem breytir útblæstri jarðgufuvirkjana og álvera í metanól, verður reist í Svartsengi og verður fyrsta skóflustunga tekin í næstu viku. 6.10.2009 18:42 Borgin krefst hærri arðgreiðslna Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi sent fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórnum B-hluta fyrirtækja borgarinnar bréf þar sem farið er þess á leit að fyrirtækin skili eigendum sínum auknum arði á næsta ári. Hún segir um sé að ræða orkuskatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 6.10.2009 16:37 185 ökumenn myndaðir í Hafnarfirði Brot 185 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í dag af lögreglunni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, sunnan Arnarnesvegar. 6.10.2009 19:28 Reykjavíkurborg verðlaunuð Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 6.10.2009 19:08 Nýr veðurgagnagrunnur tekinn í notkun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar í dag nýtt vefsvæði sem hlotið hefur nafnið Gagnatorg veðurupplýsinga. Á Gagnatorginu má með einföldum hætti nálgast allar veðurathuganir Veðurstofu Íslands sem skráðar eru í gagnagrunna hennar. Þessar athuganir taka til meira en 200 veðurstöðva víðsvegar um landið og ná í sumum tilvikum allt aftur til ársins 1931 að því er segir í tilkynningu en það eru fyrirtækin Reiknistofa í veðurfræði / Belgingur og DataMarket sem standa að þróun og rekstri Gagnatorgsins. 6.10.2009 16:51 Fólki fleygt lifandi út úr flugvélum Fyrrverandi Argentinskur herflugmaður sem nú er hollenskur ríkisborgari kom fyrir rétt á Spáni í dag. Hann er grunaður um þáttöku í dauðaflugferðunum svokölluðu í Argentínu. 6.10.2009 16:18 Ragna skipar þrjá saksóknara Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað þau Arnþrúði Þórarinsdóttur, Björn Þorvaldsson og Hólmstein Gauta Sigurðsson í embætti saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Þau hefja störf 15. október við hlið Ólafs Þór Haukssonar, sérstaks saksóknara. 6.10.2009 15:40 Undirbúningur Gerplu tók lengri tíma en gert var ráð fyrir Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að víxla frumsýningardögum á leikritinu Gerplu og söngleiknum Oliver!. Til stóð að Gerpla yrði jólasýning leikhússins en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var það slegið af. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að ástæðan sé sú að undirbúningur Gerplu hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og þess vegna óskaði leikstjórinn Baltasar Kormákur eftir lengri undirbúningstíma. 6.10.2009 15:37 Krókódíll í miðbænum Lögreglan í Ástralíu handtók á dögunum tveggja og hálfs metra langan saltvatns krókódíl sem var að þvælast um götur í smábæ á norðurströnd álfunnar. 6.10.2009 15:23 AGS ekki deginum lengur í landinu en þörf er á Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði ekki deginum lengur í landinu en þörf er á. Hann segir fund sinn og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, með Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í Istanbúl í dag hafa verið afar gagnlegan. Steingrímur telur að uppskeran af fundum undanfarinna daga verði sú að nú komist hreyfing á málefni Íslands. 6.10.2009 15:21 Nauðungaruppboðum fjölgar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum í Danmörku hefur fjölgað um þrjátíu og eitt prósent á því ári sem liðið er frá því kreppan skall á. Og þeim á enn eftir að fjölga ef marka má spár. 6.10.2009 14:46 Íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis fjölgar Íslenskum elli- og örorkulífeyrisþegum sem voru skráðir erlendis hefur fjölgað þrátt fyrir gengisþróunina en þeim fjölgaði um tæplega hundrað síðustu tíu mánuði. Bætur eru greiddar í íslenskum krónum til banka sem millifærir inn á reikninga viðkomandi í erlendri mynt. Gengið í þeim millifærslum er alfarið mál bankans og viðskiptavinarins. 6.10.2009 14:41 Rauð andlit í varnarmálaráðuneytinu Vegna tíðra leka á leynilegum upplýsingum lét breska varnarmálaráðuneytið semja leiðbeiningar fyrir starfsmenn sína um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir slíkt. Þessu leyniskjali hefur nú verið lekið á netið. 6.10.2009 13:55 Markmiðið ekki að fella ríkisstjórnina „Ég er ekki í þessari vegferð til þess að fella ríkisstjórnina," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að ríkisstjórnin stjórni því sjálf hvort hún haldi áfram eða hætti. Vantrausttillaga á ríkisstjórnina hafi því ekki verið rædd á meðal framsóknarmanna. 6.10.2009 13:53 Forsætisráðherra bað þjóðina afsökunar Jóhanna Sigurðardóttir bað þjóðina afsökunar, í upphafi þingfundar í dag, á andvaraleysi stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins. 6.10.2009 13:44 Jólasýningu Þjóðleikhússins frestað Gerplu, jólasýningu Þjóðleikhússins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í stað Gerplu verður söngleikurinn Óliver jólasýningin þetta árið en til stóð að frumsýna Gerplu þann 26. desember næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en ekki hefur náðst í Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og því óljóst af hverju sýningunni hefur verið frestað. 6.10.2009 13:37 Brennuvargur dæmdur í fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að kveikja í hesthúsi í Hafnarfirði og stolnum bíl í apríl á síðasta ári. Hann var einnig fundinn sekur um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í Reykjavík þar sem hann notaði exi til að brjóta rúður og hurðir. 6.10.2009 13:29 Þórhildur verður formaður Jafnréttisráðs Þórhildur Þorleifsdóttir verður formaður Jafnréttisráðs. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hyggst skipa hana í dag. Þórhildur var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu frá 1996 til 2000 og var ein umsækjanda um stöðu Þjóðleikhússtjóra nýlega. Ellefu manns eru í jafnréttisráðinu og jafnmargir varamenn. Þórhildur var þingmaður Kvennalistans á árunum 1987 til 1991. 6.10.2009 12:20 Réttað í Barðastrandarráni Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Barðastrandarmáli nú í morgun en þá fóru tveir ungir menn inn á heimili fullorðins úrsmiðs á Seltjarnarnesi, bundu hann og rændu sjaldgæfum og verðmætum vasaúrum. 6.10.2009 12:13 Steingrímur fundar með framkvæmdastjóra AGS Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, situr nú á fundi með Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir ræða um endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda og lyktir Icesave málsins. Hann þrýstir á Strauss-Kahn að stjórn sjóðsins taki nú þegar fyrir endurskoðun áætlunarinnar. Hún hefur tafist, meðal annars vegna Icesave. Steingrímur hefur sagt að nú sé úrslitatilraun til að ganga frá því máli. 6.10.2009 12:11 Biðja farþega að létta á sér fyrir flug Japanska flugfélagið All Nippon Airways ætlar að setja upp eitthundrað afskermuð klósett við alla útganga sína á flugvöllum til þess að farþegarnir geti létt á sér áður en þeir ganga um borð. 6.10.2009 11:58 Ráðherra með áhyggjur af stöðu stjórnarinnar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp í ríkisstjórninni. Hann telur að brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn veiki stjórnina. „Ég harma þá atburðarrás sem leiddi til þess að hann fann sig knúinn til að segja af sér ráðherraembætti,“ segir Jón. 6.10.2009 11:57 Bleiku slaufurnar rjúka út Salan á bleiku slaufunni hefur farið vel af stað það sem af er söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands í ár. 6.10.2009 11:34 Neita að skrásetja sambúð lesbía Þær Irina Fet og Irina Shipitko ætla að gifta sig í Kanada hinn tuttugasta og þriðja þessa mánaðar. Áður en þær létu af því verða vildu þær tryggja að hjónabandið yrði skrásett í Rússlandi, eins og gert er þegar Rússneskir þegnar gifta sig erlendis. 6.10.2009 11:25 Minningarganga um Helga Hóseasson Á morgun verður minningarganga um Helga Hóseasson. Gangan er skipulögð og útfærð af unglingum úr félagsmiðstöðvunum Buskanum og Þróttheimum í Voga- og Langholtshverfi. 6.10.2009 11:03 Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. 6.10.2009 11:00 Stefán Eiríksson: Notum könnunina til að peppa menn upp „Við reynum að nýta þetta til þess að peppa menn upp og hrósa starfsfólki fyrir vel unnin störf,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um nýja skoðanakönnun MMR en samkvæmt henni nýtur lögreglan afgerandi trausts. Stefán segist vera afskaplega ánægður með niðurstöðuna. Um land allt hafi lögreglan verið að ná afar góðum árangri. „Lögregla er í góðum tengslum við fólkið í landinu og sinnir ýmsum verkefnum sem eru ekki alltaf á síðum blaðanna eða í vefmiðlunum,“ segir lögreglustjórinn. 6.10.2009 10:46 Þrír teknir á Akureyri með dóp Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn um tvítugt grunaða um fíkniefnamisferli. Að sögn lögreglu voru í framhaldinu framkvæmdar tvær húsleitir þar sem hald var lagt á samtals um 40 grömm af ætluðu amfetamíni og kókaíni, 10 grömm af kannabisefnum og 10 ætlaðar e-töflur. 6.10.2009 10:28 Baltasar Kormákur ætlar að leikstýra Wahlberg Gert er ráð fyrir að tökur á bandarískri endurgerð myndarinnar Reykjavík Rotterdam muni hefjast í byrjun næsta árs. Baltasar Kormákur staðfestir í samtali við Vísi að Mark Wahlberg muni fara með aðalhlutverk í myndinni en sjálfur mun Baltasar leikstýra henni. 6.10.2009 10:08 Mótmæli á fundi AGS í Istanbúl Tyrkneska lögreglan beitti táragasi og vatnsfallbyssum til þess að leysa upp mótmælafund gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem nú stendur yfir í Istanbúl. 6.10.2009 09:49 Lögreglan nýtur afgerandi trausts Lögreglan nýtur afgerandi trausts í nýrri skoðanakönnun MMR og segjast tæplega 81 prósent aðspurðra bera mikið traust til lögreglunnar. Traust til Háskóla Íslands mælist tæplega 70 prósent. Bankakerfið situr sem fyrr á botninum hvað traust almennings áhrærir, en tæp 3 prósent segjast bera mikið traust til þess. 6.10.2009 09:11 Víða hálka eða hál Á Suðvesturlandi eru hálkublettir á Reykjanesbraut, snjóþekja er á Sandskeiði og Hellisheiði, hálka er í Þrengsli, Þorlákshafnar- og Eyrarbakkavegi. Á Vesturlandi eru hálkublettir og snjóþekja. 6.10.2009 08:55 Sjá næstu 50 fréttir
Stóriðjan leggi sitt af mörkum Er það til of mikils mælst að stóriðjufyrirtæki og stórnotendur raforku greiði lágt auðlindagjald eins og allir aðrir? Að þessu spyr Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í aðsendri grein um orku- og auðlindagjöld í Fréttablaðinu í dag. 7.10.2009 03:30
Freista þess að bera klæði á vopnin Þingflokkur Vinstri grænna mun funda seinnipartinn í dag, eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, kemur til landsins af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 03:00
Smáhækkun í september Raungengi krónunnar hækkaði um 1,2 prósent í september á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðs, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. 7.10.2009 02:30
Tugir manna handteknir Lögreglan í Istanbúl beitti þrýstivatnsslöngum, táragasi og piparúða til að dreifa hundruðum manna sem komu saman til að mótmæla ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.10.2009 02:15
Lögguníðingur löngu kominn Karlmaðurinn sem hefur verið í endurkomubanni í fimm ár, eftir árás á tvo lögreglumenn á Laugavegi á síðasta ári, hafði dvalið hér svo mánuðum skipti áður en lögregla handtók hann. 7.10.2009 02:00
Horfa til aukinnar nýtingar Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópusambandinu. 7.10.2009 02:00
Hefja störf í næstu viku Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær þrjá nýja saksóknara við embætti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Þremenningarnir munu hefja störf fyrir embættið 15. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 7.10.2009 02:00
Rannsóknir á hendi lögreglu Lögregla fer með eftirlit með útlendingum hér á landi og tekur í tilviki EES-borgara ákvörðun um frávísun þeirra, ef tilefni til afskipta rís innan sjö sólarhringa frá komu til landsins. 7.10.2009 01:30
Ráðherrarnir verða færri George Papandreou, leiðtogi sósíalista á Grikklandi, tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að hafa unnið frækinn kosningasigur á hægristjórn Costas Karamanlis um síðustu helgi. 7.10.2009 01:15
Nektardansinn verði bannaður Frumvarp þingmanna úr fjórum flokkum gerir ráð fyrir að nektardans verði með öllu bannaður. 7.10.2009 01:00
Polanski tapaði fyrstu lotunni Pólski kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski varð að láta í minni pokann í fyrstu lotu baráttu sinnar við svissneska réttarkerfið þegar dómsmálaráðuneyti landsins hafnaði beiðni hans um lausn úr varðhaldi. 7.10.2009 00:45
Ekki meira en 24 bjóra á dag Ástralskir kappakstursunnendur verða að láta sér nægja einn kassa, 24 dósir, af bjór á dag á meðan þeir fylgjast með þriggja daga kappakstri sem fram fer í landinu í vikunni. 7.10.2009 00:30
Handtekinn í Úganda í gær Fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Rúanda var handtekinn í Úganda í gær, grunaður um að hafa verið einn af höfuðpaurum þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994. 7.10.2009 00:30
Verksmiðja sem breytir mengun í eldsneyti rís í Svartsengi Byltingarkennd verksmiðja, sem breytir útblæstri jarðgufuvirkjana og álvera í metanól, verður reist í Svartsengi og verður fyrsta skóflustunga tekin í næstu viku. 6.10.2009 18:42
Borgin krefst hærri arðgreiðslna Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að borgarstjóri hafi sent fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórnum B-hluta fyrirtækja borgarinnar bréf þar sem farið er þess á leit að fyrirtækin skili eigendum sínum auknum arði á næsta ári. Hún segir um sé að ræða orkuskatt meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 6.10.2009 16:37
185 ökumenn myndaðir í Hafnarfirði Brot 185 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í dag af lögreglunni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, sunnan Arnarnesvegar. 6.10.2009 19:28
Reykjavíkurborg verðlaunuð Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 6.10.2009 19:08
Nýr veðurgagnagrunnur tekinn í notkun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar í dag nýtt vefsvæði sem hlotið hefur nafnið Gagnatorg veðurupplýsinga. Á Gagnatorginu má með einföldum hætti nálgast allar veðurathuganir Veðurstofu Íslands sem skráðar eru í gagnagrunna hennar. Þessar athuganir taka til meira en 200 veðurstöðva víðsvegar um landið og ná í sumum tilvikum allt aftur til ársins 1931 að því er segir í tilkynningu en það eru fyrirtækin Reiknistofa í veðurfræði / Belgingur og DataMarket sem standa að þróun og rekstri Gagnatorgsins. 6.10.2009 16:51
Fólki fleygt lifandi út úr flugvélum Fyrrverandi Argentinskur herflugmaður sem nú er hollenskur ríkisborgari kom fyrir rétt á Spáni í dag. Hann er grunaður um þáttöku í dauðaflugferðunum svokölluðu í Argentínu. 6.10.2009 16:18
Ragna skipar þrjá saksóknara Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur skipað þau Arnþrúði Þórarinsdóttur, Björn Þorvaldsson og Hólmstein Gauta Sigurðsson í embætti saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Þau hefja störf 15. október við hlið Ólafs Þór Haukssonar, sérstaks saksóknara. 6.10.2009 15:40
Undirbúningur Gerplu tók lengri tíma en gert var ráð fyrir Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að víxla frumsýningardögum á leikritinu Gerplu og söngleiknum Oliver!. Til stóð að Gerpla yrði jólasýning leikhússins en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var það slegið af. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að ástæðan sé sú að undirbúningur Gerplu hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og þess vegna óskaði leikstjórinn Baltasar Kormákur eftir lengri undirbúningstíma. 6.10.2009 15:37
Krókódíll í miðbænum Lögreglan í Ástralíu handtók á dögunum tveggja og hálfs metra langan saltvatns krókódíl sem var að þvælast um götur í smábæ á norðurströnd álfunnar. 6.10.2009 15:23
AGS ekki deginum lengur í landinu en þörf er á Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði ekki deginum lengur í landinu en þörf er á. Hann segir fund sinn og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, með Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í Istanbúl í dag hafa verið afar gagnlegan. Steingrímur telur að uppskeran af fundum undanfarinna daga verði sú að nú komist hreyfing á málefni Íslands. 6.10.2009 15:21
Nauðungaruppboðum fjölgar í Danmörku Nauðungaruppboðum á fasteignum í Danmörku hefur fjölgað um þrjátíu og eitt prósent á því ári sem liðið er frá því kreppan skall á. Og þeim á enn eftir að fjölga ef marka má spár. 6.10.2009 14:46
Íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis fjölgar Íslenskum elli- og örorkulífeyrisþegum sem voru skráðir erlendis hefur fjölgað þrátt fyrir gengisþróunina en þeim fjölgaði um tæplega hundrað síðustu tíu mánuði. Bætur eru greiddar í íslenskum krónum til banka sem millifærir inn á reikninga viðkomandi í erlendri mynt. Gengið í þeim millifærslum er alfarið mál bankans og viðskiptavinarins. 6.10.2009 14:41
Rauð andlit í varnarmálaráðuneytinu Vegna tíðra leka á leynilegum upplýsingum lét breska varnarmálaráðuneytið semja leiðbeiningar fyrir starfsmenn sína um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir slíkt. Þessu leyniskjali hefur nú verið lekið á netið. 6.10.2009 13:55
Markmiðið ekki að fella ríkisstjórnina „Ég er ekki í þessari vegferð til þess að fella ríkisstjórnina," segir Höskuldur Þórhallsson. Hann segir að ríkisstjórnin stjórni því sjálf hvort hún haldi áfram eða hætti. Vantrausttillaga á ríkisstjórnina hafi því ekki verið rædd á meðal framsóknarmanna. 6.10.2009 13:53
Forsætisráðherra bað þjóðina afsökunar Jóhanna Sigurðardóttir bað þjóðina afsökunar, í upphafi þingfundar í dag, á andvaraleysi stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins. 6.10.2009 13:44
Jólasýningu Þjóðleikhússins frestað Gerplu, jólasýningu Þjóðleikhússins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í stað Gerplu verður söngleikurinn Óliver jólasýningin þetta árið en til stóð að frumsýna Gerplu þann 26. desember næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en ekki hefur náðst í Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og því óljóst af hverju sýningunni hefur verið frestað. 6.10.2009 13:37
Brennuvargur dæmdur í fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að kveikja í hesthúsi í Hafnarfirði og stolnum bíl í apríl á síðasta ári. Hann var einnig fundinn sekur um eignaspjöll í fjölbýlishúsi í Reykjavík þar sem hann notaði exi til að brjóta rúður og hurðir. 6.10.2009 13:29
Þórhildur verður formaður Jafnréttisráðs Þórhildur Þorleifsdóttir verður formaður Jafnréttisráðs. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hyggst skipa hana í dag. Þórhildur var leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu frá 1996 til 2000 og var ein umsækjanda um stöðu Þjóðleikhússtjóra nýlega. Ellefu manns eru í jafnréttisráðinu og jafnmargir varamenn. Þórhildur var þingmaður Kvennalistans á árunum 1987 til 1991. 6.10.2009 12:20
Réttað í Barðastrandarráni Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Barðastrandarmáli nú í morgun en þá fóru tveir ungir menn inn á heimili fullorðins úrsmiðs á Seltjarnarnesi, bundu hann og rændu sjaldgæfum og verðmætum vasaúrum. 6.10.2009 12:13
Steingrímur fundar með framkvæmdastjóra AGS Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, situr nú á fundi með Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir ræða um endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda og lyktir Icesave málsins. Hann þrýstir á Strauss-Kahn að stjórn sjóðsins taki nú þegar fyrir endurskoðun áætlunarinnar. Hún hefur tafist, meðal annars vegna Icesave. Steingrímur hefur sagt að nú sé úrslitatilraun til að ganga frá því máli. 6.10.2009 12:11
Biðja farþega að létta á sér fyrir flug Japanska flugfélagið All Nippon Airways ætlar að setja upp eitthundrað afskermuð klósett við alla útganga sína á flugvöllum til þess að farþegarnir geti létt á sér áður en þeir ganga um borð. 6.10.2009 11:58
Ráðherra með áhyggjur af stöðu stjórnarinnar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp í ríkisstjórninni. Hann telur að brotthvarf Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn veiki stjórnina. „Ég harma þá atburðarrás sem leiddi til þess að hann fann sig knúinn til að segja af sér ráðherraembætti,“ segir Jón. 6.10.2009 11:57
Bleiku slaufurnar rjúka út Salan á bleiku slaufunni hefur farið vel af stað það sem af er söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands í ár. 6.10.2009 11:34
Neita að skrásetja sambúð lesbía Þær Irina Fet og Irina Shipitko ætla að gifta sig í Kanada hinn tuttugasta og þriðja þessa mánaðar. Áður en þær létu af því verða vildu þær tryggja að hjónabandið yrði skrásett í Rússlandi, eins og gert er þegar Rússneskir þegnar gifta sig erlendis. 6.10.2009 11:25
Minningarganga um Helga Hóseasson Á morgun verður minningarganga um Helga Hóseasson. Gangan er skipulögð og útfærð af unglingum úr félagsmiðstöðvunum Buskanum og Þróttheimum í Voga- og Langholtshverfi. 6.10.2009 11:03
Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. 6.10.2009 11:00
Stefán Eiríksson: Notum könnunina til að peppa menn upp „Við reynum að nýta þetta til þess að peppa menn upp og hrósa starfsfólki fyrir vel unnin störf,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um nýja skoðanakönnun MMR en samkvæmt henni nýtur lögreglan afgerandi trausts. Stefán segist vera afskaplega ánægður með niðurstöðuna. Um land allt hafi lögreglan verið að ná afar góðum árangri. „Lögregla er í góðum tengslum við fólkið í landinu og sinnir ýmsum verkefnum sem eru ekki alltaf á síðum blaðanna eða í vefmiðlunum,“ segir lögreglustjórinn. 6.10.2009 10:46
Þrír teknir á Akureyri með dóp Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn um tvítugt grunaða um fíkniefnamisferli. Að sögn lögreglu voru í framhaldinu framkvæmdar tvær húsleitir þar sem hald var lagt á samtals um 40 grömm af ætluðu amfetamíni og kókaíni, 10 grömm af kannabisefnum og 10 ætlaðar e-töflur. 6.10.2009 10:28
Baltasar Kormákur ætlar að leikstýra Wahlberg Gert er ráð fyrir að tökur á bandarískri endurgerð myndarinnar Reykjavík Rotterdam muni hefjast í byrjun næsta árs. Baltasar Kormákur staðfestir í samtali við Vísi að Mark Wahlberg muni fara með aðalhlutverk í myndinni en sjálfur mun Baltasar leikstýra henni. 6.10.2009 10:08
Mótmæli á fundi AGS í Istanbúl Tyrkneska lögreglan beitti táragasi og vatnsfallbyssum til þess að leysa upp mótmælafund gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem nú stendur yfir í Istanbúl. 6.10.2009 09:49
Lögreglan nýtur afgerandi trausts Lögreglan nýtur afgerandi trausts í nýrri skoðanakönnun MMR og segjast tæplega 81 prósent aðspurðra bera mikið traust til lögreglunnar. Traust til Háskóla Íslands mælist tæplega 70 prósent. Bankakerfið situr sem fyrr á botninum hvað traust almennings áhrærir, en tæp 3 prósent segjast bera mikið traust til þess. 6.10.2009 09:11
Víða hálka eða hál Á Suðvesturlandi eru hálkublettir á Reykjanesbraut, snjóþekja er á Sandskeiði og Hellisheiði, hálka er í Þrengsli, Þorlákshafnar- og Eyrarbakkavegi. Á Vesturlandi eru hálkublettir og snjóþekja. 6.10.2009 08:55