Fleiri fréttir

Flugmenn mótmæla reglum um hvíldartíma

Evrópusamband flugmanna mun standa fyrir mótmælum í dag. Mótmælin beinast að regluverki Evrópusambandsins um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna, sem samtökin telja brýnt að laga.

Neyðarástand í Kaliforníu vegna skógarelda

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í San Bernardino-sýslu í gær en þar loga miklir skógareldar sem stofna fjölda bygginga í hættu og hafa um eitt þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.

Úrelt veðurkort áttu þátt í Air France-slysinu

Hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir flugslysið 1. júní síðastliðinn, þegar Airbus-farþegaþota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshafið á leið sinni frá Brasilíu til Frakklands, hefði áhöfn hennar haft aðgang að nýlegri veðurkortum.

Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi

Bílslys varð á Ólafsfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálfeitt í nótt þegar bíll fór út af veginum og valt á Ámundastaðahálsi.

Stjörnuhrap lýsti upp Suðurland

Óvenjubjart stjörnuhrap vakti athygli um miðnætti í gærkvöldi og barst lögreglunni á Suðurlandi fjöldi tilkynninga vegna þess.

Jeppi brann til kaldra kola

Amerískur jeppi brann til kaldra kola í Kópavogi í nótt. Bíllinn var á stæði í Dimmuhvarfi þegar eldurinn blossaði upp og er hann talinn gjörónýtur.

Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008.

Ólafur og Þorvaldur úr skólastarfi

Bæði Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, hafa ákveðið að vera ekki í hópi eigenda nýs grunnskóla sem á að vera í húsnæði gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. „Þetta var enginn hvellur,“ segir Þorvaldur og útskýrir að vera Ólafs í Þýskalandi, þar sem hann leikur handbolta, hafi ráðið því að aðkoma hans yrði fremur lítil. Þorvaldur sjálfur segist svo vilja halda sig við ritstörf, það sé hans heimavöllur, en hann sé þess fullviss að þær Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari og Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, muni sjá til þess að skólinn verði til fyrirmyndar en þau fjögur hafa staðið að undirbúningi skólans sem fengið hefur nafnið Menntaskólinn.

Aukinn stuðningur raunhæft markmið

Það á að vera samningsmarkmið Íslendinga í viðræðum við Evrópusambandið um landbúnaðarmál að sækjast eftir auknum stuðningi við hefðbundinn fjölskyldubúskap í sveitum, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Hann segir að stefna eigi að því að bændur sem búa á fjölskyldubúi og stunda sauðfjár- eða kúabúskap fái aukna styrki ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Aðild að sambandinu bitni aðallega á kjúklinga- og svínabúum á landinu.

Lögreglan leitar að dýru þýfi

Lögreglan á Selfossi leitar dýrra muna eftir að brotist var inn í tilraunahús Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Ólíklegt að fleiri finnist á lífi

Hjálparstarfsmenn telja ólíklegt að fleiri finnist á lífi í rústum á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Tveir stórir jarðskjálftar skóku eyjuna í síðustu viku. Sá fyrsti var upp á 7,6 á Richter og sá síðari upp á 6,8.

Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna.

Talibanar drápu tíu hermenn

Átta bandarískir og tveir afganskir hermenn féllu í árás í Nuristan-héraði í Afganistan um helgina. Árásin var sú mannskæðasta á herlið bandamanna á svæðinu í meira en ár.

Þarf að verðleggja mengun

„Þetta er hið besta mál. Við erum svona 15 til 20 árum á eftir nágrannaríkjunum í þessum málum,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um ný orku-, umhverfis- og auðlindagjöld. Gjöldin eiga að skila 16 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári.

Hálkublettir víða - vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspá

Vegagerðin biður vegfarendur um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs ætli þeir að vera á ferðinni í kvöld því víða eru hálkublettir. Mikil hálka er á Mýrdalssandi og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli urðu tvær bílveltur þar með stuttu millibili fyrr í kvöld.

Stjórnarkreppa gæti verið í uppsiglingu

Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna yfirlýsinga þingflokksformanns Vinstri grænna og Ögmundar Jónassonar í fjölmiðlum að undanförnu og óttast margir að stefni í stjórnarkreppu.

Drekaútboði fram haldið eftir áramót

Bandaríska fyrirtækið ION GX Technology hefur afþakkað leyfi sem það fékk í sumar til leitar að olíu og gasi á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hyggst þó ekki leggja árar í bát heldur stefnir að því að opna á ný fyrir umsóknir um sérleyfi til olíuvinnslu strax upp úr áramótum.

Pólska lánið situr fast vegna Icesave

Pólverjar setja ekki skilyrði um lausn Icesavedeilunnar áður en þeir greiða út lán sitt til Íslendinga, en greiða það hins vegar ekki út fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýkur endurskoðun sinni á efnahagsáætlun gagnvart Íslandi. Sjóðurinn ætlar síðan ekki að gera það fyrr en samið hefur verið um Icesave, þannig að lán Pólverja situr fast þangað til.

Hnífsstungumennirnir handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra karlmenn í tengslum við hnífsstunguárás á Spítalastíg í nótt um hálf fjögur leytið í dag. Að sögn lögreglu eru mennirnir af erlendu bergi brotnir en þeir voru handteknir í umferðinni.

Dagný Ósk nýr formaður UJ

Dagný Ósk Aradóttir Pind var kosin formaður Ungra Jafnaðarmanna á landsþingi UJ sem haldið var í Iðnó um helgina.

Ritstjóri Morgunblaðsins á bíl frá Viðskiptablaðinu

Haraldur Johannessen nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins keyrir um á 2008 árgerð af Ford Explorer lúxusjeppa. Bíllinn er á rekstrarleigu en það er Myllusetur ehf. sem er umráðamaður bílsins samkvæmt bifreiðarskrá. Myllusetur er eigandi Viðskiptablaðsins sem Haraldur ritstýrði áður.

Stunguárásin á Spítalastíg: Vitað hverjir voru að verki

Karlmaður var stunginn á Spítalastíg um klukkan þrjú í nótt en árásarmennirnir komust undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún ekki enn haft uppá mönnunum en vitað er hverjir voru að verki. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu.

Íslenskir kvenfrumkvöðlar hitta Viktoríu krónprinsessu

Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði á morgun mánudaginn 5. október. Þær hafa verið valdar fulltrúar íslenskra kvenfrumkvöðla í Evrópuverkefninu EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors ásamt Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur frá Auði Capital.

Vill Ögmund aftur í ríkisstjórn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir það gríðarlegan missi fyrir ríkisstjórn Íslands að Ögmundur Jónasson fyrrum heilbrigðisráðherra sé farinn frá borði. Hún segist hafa stutt ríkisstjórnina af fúsum og frjálsum vilja og geri það í raun enn. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag.

Steingrímur í Istanbúl: Búinn að skrifa undir pólska lánið

Í dag var undirritaður í Istanbul í Tyrklandi lánssamningur milli Póllands og Íslands. Samkvæmt samningnum lánar pólska ríkið íslenska ríkinu 630 milljónir pólskra slota (zloty, PLN) sem er jafnvirði u.þ.b. 200 milljóna Bandaríkjadala. Undir samninginn skrifuðu Jan Vincent-Rostowski, fjármálaráðherra, fyrir hönd Póllands og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fyrir hönd Íslands.

Afrískir símasvindlarar herja á íslenska fjölskyldu

Kona í Reykjavík sem lenti í símasvindli frá Túnis í síðasta mánuði segir að dóttir sín sé nú farin að fá hringingar úr skrýtnum númerum. Efttir nokkra rannsóknarvinnu komst hún að því nú væru það óprúttnir aðilar frá Sierra Leone sem væru að hrella fjölskylduna. Hún varar fólk við að svara erlendum símanúmerum sem það þekkir ekki. Sérstaklega númerum sem byrja á 232 og 216.

Handtekinn fjórum sinnum á einum sólarhring

Það mistókst aftur og aftur og aftur og aftur hjá dönskum manni að komast ferða sinna á farartækjum sem ekki tilheyrðu honum. Hann var handtekinn fjórum sinnum á einum sólarhring.

Höfum fengið 10% af þeim lánum sem við þurfum

Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim.

Hannes Hólmsteinn á landsþingi Ungra jafnaðarmanna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Kristrún Heimisdóttir takast á um hvaða hugmyndafræði eigi að hafa að leiðarljósi við uppbyggingu Íslands í dag á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem haldið er í Iðnó í Reykjavík. Kappræðurnar fara fram klukkan 15:00 í dag.

Búist við sigri sósíalista á Grikklandi

Búist er við að sósíalistar sigri í þingkosningum sem fram fara í Grikklandi í dag. Velgengni þeirra í kosningunum er helst skrifuð á óánægju almennings með að ríkisstjórn landsins hafi ekki tekist að vinna á spillingu í landinu og rétta við efnahag þess eftir fjármálakreppuna.

Bjargað úr rústunum eftir sms skilaboð

Sms skilaboð björguðu þrítugum manni og eiginkonu hans en þau voru grafin undir rústum eftir jarðsskjálftann í Indónesíu í vikunni. Maðurinn skrifaði skilaboðin til föður síns sem býr um 900 km frá.

Ráðherrar vita ekki hver á að borga

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra ritar pistil í dag þar sem hann gerir umtalaðann umhverfis- orku og auðlindaskatt að umtalsefni.

Steingrímur í Istanbúl: Skrifar undir lánið frá Pólverjum í dag

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lánasamning við Pólverja í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Pólverjar eru önnur þjóðin sem stendur við lánafyrirheit sitt við Ísland, en skrifað var undir rúnmlega sex milljarða lán frá Færeyingum hinn 18. nóvember í fyrra. Undirritunin á samningnum við Pólverja fer fram í hádeginu að íslenskum tíma.

Fulli fjármálaráðherrann fannst látinn á heimili sínu

Shoichi Nakagawa fyrrverandi fjármálaráðherra Japans fannst látinn á heimili sínu í Tokyo í nótt. Nakagawa var 56 ára gamall. Hann komst í heimsfréttir þegar hann var sakaður um að vera drukkinn á fundi sjö helstu iðnríkja heims í febrúar og neyddist eftir það að segja af sér embætti. Lögregla telur litlar líkur á að Nakagawa hafi tekið líf sitt.

Eldur í húsbíl í Garði

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var nokkuð annasamt í nótt. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, tveir í Reykjanesbæ og einn í Grindavík. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumannanna reyndist einnig aka sviptur ökuréttindum. Þá fundust lítilræði að meintum kannabisefnum í einni af bifreiðunum.

Karlmaður stunginn á Spítalastíg í nótt - árásaraðila leitað

Nokkur erill var í miðborg Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar í nótt. Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi var maður handtekinn eftir líkamsárás, hafði hann sparkað ítrekað í liggjandi mann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Árásaraðili gistir fangageymslu.

Jarðskjálfti á Taívan

Jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter reið yfir austurhluta Taívan í kvöld. Skjálftann mældist um 29 kílómetra suður af Hua-Lien á um 36 kílómetra dýpt. Engar fréttir hafa borist um skemmdir.

Samþykki Íra flýtir fyrir Íslandi

Líkur hafa aukist á hraðri meðferð á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu eftir að Írar samþykktu Lissabonsáttmálan með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

Sandra Ósk fundin

Sandra Ósk Friðriksdóttir, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag, að ósk barnaverndarnefndar Reykjavíkur, er komin fram heilu og höldnu.

Um 500 flugvélar á íslenska flugstjórnarsvæðinu í dag

Mikil flugumferð fór í dag um íslenska flugstjórnarsvæðið sem er eitt stærsta úthafssvæði heims. Ástæða aukinnar umferðar var bilun í tölvukerfi flugstjórnarmiðstöðinni í Shanwick (Prestwick í Skotlandi) snemma í morgun, líkt og Vísir hefur sagt frá.

Eldur í potti í Ljósheimum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í íbúð í Ljóhseimum í Reykjavík fyrir stundu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að eldur var í potti á eldavél. Menn voru fljótur að slökkva eldinn og eru farnir af vettvangi.

Allt að fjögur þúsund manns enn í rústunum

Allt að fjögur þúsund manns gætu enn verið undir rústum eftir jarðskjálftann öfluga sem skók Indónesíu í vikunni að sögn yfirmanns hjá Sameinuðu þjóðunum. Tala látinna er nú þegar komin upp í 540.

Vill ræða umhverfismál eins og fullorðið fólk

Svandís Svavarsdóttir segist hafa komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum varðandi Suðvesturlínu að nokkur atriði tengd því máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörðun um það hvort línan ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Svandís segir viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna við úrskurðinum því miður endurspegla þá umræðu sem oftar en ekki verði um umhverfismál hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir