Innlent

Karlmaður stunginn á Spítalastíg í nótt - árásaraðila leitað

Nokkur erill var í miðborg Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar í nótt. Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi var maður handtekinn eftir líkamsárás, hafði hann sparkað ítrekað í liggjandi mann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Árásaraðili gistir fangageymslu.

Þá var ráðist á dyravörð í Laugardalshöllinni en árásaraðilinn gistir fangageymslur og dyravörðurinn er ómeiddu. Þá var maður stunginn með hnífi á Spítalastíg klukkan þrjú í nótt. Árásaðilar komust undan og er þeirra leitað. Ekki er vitað um ástand þess sem fyrir árásinni varð. Um fjögur leytið var síðan ráðist á dyravörð á Glaumbar í Reykjavík en hann slasaðist á fæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×