Erlent

Talibanar drápu tíu hermenn

Nuristan-hérað Árásin um helgina var sú mannskæðasta á svæðinu í meira en ár.
Nuristan-hérað Árásin um helgina var sú mannskæðasta á svæðinu í meira en ár.

Átta bandarískir og tveir afganskir hermenn féllu í árás í Nuristan-héraði í Afganistan um helgina. Árásin var sú mannskæðasta á herlið bandamanna á svæðinu í meira en ár.

Talibanar hafa lýst verknaðinum á hendur sér sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Þrjúhundruð skæruliðar réðust úr tveimur áttum á herstöð Bandaríkjahers.

Talsmaður Nato segir að árásin hafi verið flókin og farið fram á afar erfiðu svæði. Bandaríski flugherinn svaraði að bragði með árás.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×