Innlent

Eldur í húsbíl í Garði

Mynd úr safni, tengist ekki fréttinni beint.
Mynd úr safni, tengist ekki fréttinni beint.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var nokkuð annasamt í nótt. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, tveir í Reykjanesbæ og einn í Grindavík. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumannanna reyndist einnig aka sviptur ökuréttindum. Þá fundust lítilræði að meintum kannabisefnum í einni af bifreiðunum.

Lögreglan stöðvaði góðkunningja við það að reyna að beintengja bifreið í Reykjanesbæ undir morgun. Aðilinn var búinn að rífa víra og fleira undan mælaborði bifreiðarinnar og var að reyna að gangsetja hana þegar lögreglan kom að honum. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar og bíður yfirheyrslu.

Rétt fyrir kl. 03:00 í nótt kom síðan upp eldur í húsbíl á tjaldsvæðinu á Skagabraut í Garði. En nokkrir húsbílafélagar voru þar saman komnir. Húsráðendur, sem voru í næsta húsbíl þegar eldurinn kom upp náðu að slökkva eldinn en maðurinn brenndist nokkuð á höndum við það og konan fékk sennilega snertu að reykeitrun.

Lögreglan á Suðurnesjum flutti þau á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan fer með rannsókn málsins. Húsbíllinn er mjög mikið skemmdur og allt brunnið inni í bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×