Skrifar ástarbréf fyrir orkufyrirtækin 5. október 2009 02:30 Fjármálaráðherra hefur liðkað fyrir fjármögnun álvers við Helguvík og virkjana því tengdu. Hann segir þó nokkuð skorta upp á að fjármögnun sé lokið.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur ritað meðmælabréf fyrir HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur til erlendra fjárfesta. Bréf af þessu tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf og er ætlað að liðka til fyrir fjárfestingum hérlendis. Steingrímur staðfestir þetta en vill að öðru leyti lítið tjá sig um efni bréfanna. Ráðherra segir eðlilegt að aðstoða við fjármögnun við þær aðstæður sem nú eru uppi. Fjármálamarkaður sé í frosti og því sé eðlilegt að liðka fyrir. „Það stendur allt sem við höfum sagt að við styðjum og greiðum götu þeirra framkvæmda sem ákveðnar höfðu verið áður en við komum í ríkisstjórn. Þá erum við áhugasöm um að skoða ný verkefni,“ segir Steingrímur. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir tengdar álverinu í Helguvík þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst af fulltrúum atvinnulífsins. Hafa þeir sakað ráðherra um að bregða fæti fyrir verkefnið og það stangist á við stöðugleikasáttmálann. Steingrímur segir að menn ættu frekar að huga að fjármögnuninni. „Vandamálið hefur fyrst og fremst verið að fjármögnun er í frosti. Tafir á verkefninu er ekki neinu öðru um að kenna.“ Hann segir umhverfisráðherra einfaldlega hafa heimilað frekari skoðun málsins og óskað eftir frekari gögnum. Engin efnisleg afstaða sé tekin til málsins og ekki ætti að taka langan tíma til að skoða málið, kannski mánuð. Aðrar ástæður valdi töfum; það vanti upp á fjármögnun bæði virkjunar og álvers. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum á ýmsum áföngum að hafa verið náð 1. nóvember, stýrivextir komnir í eins stafs tölu, losað hafi verið um gjaldeyrishömlur og hindrunum í vegi álvers í Helguvík hrint úr vegi, svo eitthvað sé nefnt. Steingrímur segir ýmislegt hafa gengið eftir sem samið var um í sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna Icesave. „Ég held að það væri mikið glapræði að gefa sér fyrirfram að menn væru betur settir með því að segja upp kjarasamningum eða auka á óstöðugleikann með því að stefna því mikilvæga samstarfi sem náðist á milli ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar í hættu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira