Erlent

Allt að fjögur þúsund manns enn í rústunum

Frá rústunum í Indónesíu
Frá rústunum í Indónesíu MYND/GETTYIMAGES

Allt að fjögur þúsund manns gætu enn verið undir rústum eftir jarðskjálftann öfluga sem skók Indónesíu í vikunni að sögn yfirmanns hjá Sameinuðu þjóðunum. Tala látinna er nú þegar komin upp í 540.

Skjálfti upp á 7,6 á Richter skók eyjuna Súmötru á miðvikudaginn og í kjölfarið kom skjálfti upp á 6,6 á sama svæði á fimmtudagsmorgunn.

Skjálftinn á miðvikudag felldi mörg hús til grunna og íbúar notuðu verkfæri og berar hendur til þess að grafa eftir þeim sem voru fastir í rústunum.

Eyðileggingin á svæðinu er gífurleg. Svæði sem nú er gjörsamlega eyðilagt myndaði fyrir nokkrum dögum þrjú þorp með íbúum. Talið er að 90% íbúa þar, nokkur hundruð manns, hafi grafist undir rústunum þegar skjálftarnir skóku svæðið.

Heilbrigðisráðuneytið í Indónesíu sagðist í dag telja að nokkur þúsund manns væru enn í rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×