Erlent

Neyðarástand í Kaliforníu vegna skógarelda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í San Bernardino-sýslu í gær en þar loga miklir skógareldar sem stofna fjölda bygginga í hættu og hafa um eitt þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. Þegar hafa um 14 ferkílómetrar lands brunnið en slökkviliðsmenn hafa ekki náð að slökkva nema um tíunda hluta eldanna. Heitt er í veðri og hvasst í San Bernardino en slíkar aðstæður auka mjög hættuna á skógareldum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×