Erlent

Úrelt veðurkort áttu þátt í Air France-slysinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Umfangsmikil leit að flaki vélarinnar stóð í á annan mánuð.
Umfangsmikil leit að flaki vélarinnar stóð í á annan mánuð. MYND/Brasilíski flugherinn

Hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir flugslysið 1. júní síðastliðinn, þegar Airbus-farþegaþota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshafið á leið sinni frá Brasilíu til Frakklands, hefði áhöfn hennar haft aðgang að nýlegri veðurkortum. Þessu er haldið fram í skýrslu frá félagi flugmanna hjá Air France. Þar segir að flugmenn vélarinnar hafi skipulagt flugleiðina út frá veðurkortum sem voru sólarhringsgömul þrátt fyrir að nýrri kort hafi verið tiltæk en á þeim hefði glögglega mátt sjá óveðursskýin sem hrannast höfðu upp á leiðinni sem flogin var. Því er þó ekki neitað í skýrslunni að bilaðir hraðaskynjarar hafi átt sinn þátt í slysinu en því hafði áður verið haldið fram. Tæplega 300 manns fórust með vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×