Innlent

Afrískir símasvindlarar herja á íslenska fjölskyldu

Ekki svara 216 og 232 eru skilaboð konunnar.
Ekki svara 216 og 232 eru skilaboð konunnar.
Kona í Reykjavík sem lenti í símasvindli frá Túnis í síðasta mánuði segir að dóttir sín sé nú farin að fá hringingar úr skrýtnum númerum. Efttir nokkra rannsóknarvinnu komst hún að því nú væru það óprúttnir aðilar frá Sierra Leone sem væru að hrella fjölskylduna. Hún varar fólk við að svara erlendum símanúmerum sem það þekkir ekki. Sérstaklega númerum sem byrja á 232 og 216.

Vísir sagði frá því þegar konan lenti í Túnissvindlurunum. Hún sagði svindlið felast í því að hringt er í farsímann og oft sé það einungis ein hringing sem er látin duga. Siðan þegar hringt er til baka gjaldfærast svívirðilegar upphæðir á reikninginn.

„Dóttir mín er bara með frelsi en samt lendir hún í þessu. Ég skil bara ekki hvar þeir fá þessi símanúmer okkar. Þetta virkaði á mig eins og einhver tölva sem hringir og segir eitthvað á frönsku, fyrst reyndi ég að segja eitthvað en hætti fljótlega að svara þessu."

Hún segist hafa rætt við bæði lögregluna og Símann vegna málsins en hefur fengið þau svör að lítið sé hægt að gera. Eina ráðið sé að svara ekki þessum skrýtnu númerum.




Tengdar fréttir

Símasvindl frá Túnis: Hringdi 300 sinnum í íslenska konu

„Ég er með þrjúhundruð missed calls,“ segir kona sem virðist hafa lent í svikahröppum frá Túnis en þeir hringja linnulaust í farsíma hennar. Í fyrstu svaraði hún en þá talaði maðurinn á línunni enga ensku. Eftir nokkurt þóf áttaði konan sig á því að hann talaði hrafl í frönsku, en sjálf talar hún tungumálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×