Erlent

Flugmenn mótmæla reglum um hvíldartíma

Evrópusamband flugmanna mun standa fyrir mótmælum í dag. Mótmælin beinast að regluverki Evrópusambandsins um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna, sem samtökin telja brýnt að laga. Forsaga málsins er sú að fyrir um einu ári birti Evrópusambandið ítarlega skýrslu en niðurstaðan er í megindráttum neikvæð. Þrátt fyrir þessa vitneskju hefur Evrópusambandið ekki enn tekið tillit til skýrslunnar að því er segir í fréttatilkynningu frá FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Mótmæli verða víða í Evrópu í dag og íslenskir atvinnuflugmenn sýna samstöðu með evrópskum félögum sínum og verða á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli til að kynna málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×