Innlent

Hnífsstungumennirnir handteknir

Mynd úr safni, tengist ekki fréttinni beint.
Mynd úr safni, tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra karlmenn í tengslum við hnífsstunguárás á Spítalastíg í nótt um hálf fjögur leytið í dag. Að sögn lögreglu eru mennirnir af erlendu bergi brotnir en þeir voru handteknir í umferðinni.

Maður var stunginn á Spítlastíg um þrjú leytið í nótt en sá maður er einnig af erlendu bergi brotinn. Mennirnir fjórir verða yfirheyrðir síðar, þegar þeir hafa sofið úr sér.

Sá sem var stunginn er ekki talinn mikið slasaður.

Þá hefur lögreglan tekið fimm ölvaða ökumenn í umferðinni í dag.


Tengdar fréttir

Stunguárásin á Spítalastíg: Vitað hverjir voru að verki

Karlmaður var stunginn á Spítalastíg um klukkan þrjú í nótt en árásarmennirnir komust undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hún ekki enn haft uppá mönnunum en vitað er hverjir voru að verki. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu.

Karlmaður stunginn á Spítalastíg í nótt - árásaraðila leitað

Nokkur erill var í miðborg Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar í nótt. Á skemmtistaðnum Players í Kópavogi var maður handtekinn eftir líkamsárás, hafði hann sparkað ítrekað í liggjandi mann. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild í sjúkrabifreið. Árásaraðili gistir fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×