Stjórnarkreppa gæti verið í uppsiglingu Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2009 18:35 Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna yfirlýsinga þingflokksformanns Vinstri grænna og Ögmundar Jónassonar í fjölmiðlum að undanförnu og óttast margir að stefni í stjórnarkreppu. Andstaða margra þingmanna Vinstri grænna við að samið verði við Breta og Hollendinga um Icesave hefur ekki farið framhjá neinum. Í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu í dag sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður að mikil eftirsjá væri í Ögmundi Jónassyni í stól heilbrigðisráðherra. Hann hefði staðið fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum varðandi Icesave en almennt mætti ríkisstjórnin taka sig á í slíkum vinnubrögðum. það ætti að gera allt til þess að fá Ögmund aftur inn í ríkisstjórnina. Forsætisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að leggja fram hugsanlegar breytingar á Icesave fyrir Alþingi í þeim búningi sem málið er nú. En ljóst sé að það þurfi að lokum að koma aftur til kasta þingsins og þá þannig að ríkisstjórnin geti treyst á meirihluta sinn á Alþingi. Þingflokkur Vinstri grænna er hins vegar nánast klofinn í málinu, hvernig sem það kæmi aftur til þings. Þingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir hafa haft miklar efasemdir varðandi Icesave. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar ítrekað að efnahagsáætlun hennar hvíli á því að einhvers konar samkomulag náist um Icesave, svo aðrir þættir efnahagsviðreisnarinnar geti haldið áfram. Ef stjórnin getur ekki treyst á þingflokka sína, er hins vegar mikill möguleiki á því að stjórnarkreppa verði í landinu, þar sem erfitt er að sjá annað starfhæft stjórnarmynstur í spilunum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mikill titringur er innan ríkisstjórnarinnar vegna yfirlýsinga þingflokksformanns Vinstri grænna og Ögmundar Jónassonar í fjölmiðlum að undanförnu og óttast margir að stefni í stjórnarkreppu. Andstaða margra þingmanna Vinstri grænna við að samið verði við Breta og Hollendinga um Icesave hefur ekki farið framhjá neinum. Í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu í dag sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður að mikil eftirsjá væri í Ögmundi Jónassyni í stól heilbrigðisráðherra. Hann hefði staðið fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum varðandi Icesave en almennt mætti ríkisstjórnin taka sig á í slíkum vinnubrögðum. það ætti að gera allt til þess að fá Ögmund aftur inn í ríkisstjórnina. Forsætisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að leggja fram hugsanlegar breytingar á Icesave fyrir Alþingi í þeim búningi sem málið er nú. En ljóst sé að það þurfi að lokum að koma aftur til kasta þingsins og þá þannig að ríkisstjórnin geti treyst á meirihluta sinn á Alþingi. Þingflokkur Vinstri grænna er hins vegar nánast klofinn í málinu, hvernig sem það kæmi aftur til þings. Þingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir hafa haft miklar efasemdir varðandi Icesave. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar ítrekað að efnahagsáætlun hennar hvíli á því að einhvers konar samkomulag náist um Icesave, svo aðrir þættir efnahagsviðreisnarinnar geti haldið áfram. Ef stjórnin getur ekki treyst á þingflokka sína, er hins vegar mikill möguleiki á því að stjórnarkreppa verði í landinu, þar sem erfitt er að sjá annað starfhæft stjórnarmynstur í spilunum
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira