Innlent

Bílvelta á Ólafsfjarðarvegi

Bílslys varð á Ólafsfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálfeitt í nótt þegar bíll fór út af veginum og valt á Ámundastaðahálsi.

Ökumaðurinn, sem var kona, var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar og kenndi hún til í baki og í hálsi að sögn lögreglu. Bíllinn sem er pallbíll af Toyota-gerð er mikið skemmdur eftir veltuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×