Erlent

Bjargað úr rústunum eftir sms skilaboð

Björgunarmenn leita í rústunum í gær.
Björgunarmenn leita í rústunum í gær. MYND/GETTYIMAGES

Sms skilaboð björguðu þrítugum manni og eiginkonu hans en þau voru grafin undir rústum eftir jarðsskjálftann í Indónesíu í vikunni. Maðurinn skrifaði skilaboðin til föður síns sem býr um 900 km frá.

Hann hafði þá um nokkra stund reynt að hringja í vini og vandamenn en náði ekki sambandi. Stuttu síðar heyrði hann fólk róta í rústunum og leita af þeim hjónum. Þau höfðu þá verið grafin niður í 10 klukkutíma en sluppu án teljandi meiðsla.

Um 1300 manns létust í jarðskjálftanum og um 3000 manns er enn saknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×