Innlent

Vill Ögmund aftur í ríkisstjórn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir það gríðarlegan missi fyrir ríkisstjórn Íslands að Ögmundur Jónasson fyrrum heilbrigðisráðherra sé farinn frá borði. Hún segist hafa stutt ríkisstjórnina af fúsum og frjálsum vilja og geri það í raun enn. Þetta kom fram í Silfri Egils í dag.

Guðfríður var þar gestur ásamt þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins, Tryggvar Þór Herbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Árna Páli Árnasyni frá Samfylkingu.

Hún sagði að með brotthvarfi Ögmundar hefði ríkisstjórnin veikst gríðarlega sem vinstristjórn. Hún sagðist telja að nú þyrfti ríkisstjórnina að endurskoða allt sem hún hafi gert og bjóða Ögmundi Jónssyni að koma aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×