Innlent

Steingrímur í Istanbúl: Skrifar undir lánið frá Pólverjum í dag

Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra. MYND/GVA
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lánasamning við Pólverja í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Pólverjar eru önnur þjóðin sem stendur við lánafyrirheit sitt við Ísland, en skrifað var undir rúnmlega sex milljarða lán frá Færeyingum hinn 18. nóvember í fyrra. Undirritunin á samningnum við Pólverja fer fram í hádeginu að íslenskum tíma.

Steingrímur sagði í samtali við fréttastofuna í gær að hann reiknaði með að funda síðdegis í dag með Dimitri Pankin , einum af fjármálaráðherrum Rússlands, um lán frá þeim. Þar hefur verið rætt um allt að 500 milljón dollara lán, eða ríflega 62 milljarða króna. Steingrímur sagðist þó reikna með að upphæðin verði eitthvað lægri, náist samningar. Hann mun svo funda með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á mánudag eða þriðjudag og koma á framfæri óánægju Íslendinga með drátt stjórnar sjóðsins á endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×