Höfum fengið 10% af þeim lánum sem við þurfum Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2009 12:02 Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslendingar hafa fengið einn tíunda af þeim erlendu lánum sem þörf er talin á til uppbyggingar efnahagslífsins, þegar fjármálaráðherra skrifar undir 25 milljarða króna lán frá Pólverjum nú í hádeginu. Hann mun einnig funda með fjármálaráðherra Rússa nú seinnipartinn um lán frá þeim. Efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir ráð fyrir að Íslendingar fái um tíu milljarða dollara, eða um 1.200 milljarða króna að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vinveittum ríkjum, til að efla gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar og styrkja gengi íslensku krónunnar við uppbyggingu efnahagslífsins. Þetta er risavaxin fjárhæð og svarar til tæplega eins árs landsframleiðslu Íslands. En að Icesave skuldbindingunum frátöldum, sem eru án þess að eignir gamla Landsbankans séu teknar með í reikninginn um 750 milljarðar, eru heildarskuldir ríkissjóðs taldar vera 1.700 milljarðar og hafa aldrei verið meiri í sögu lýðveldisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar greitt út fyrsta hluta láns síns til Íslendinga, eða um 850 milljónir dollara, sem á gengi dagsins leggur sig á um 106 milljarða króna. Önnur greiðslan átti að koma í febrúar síðast liðnum að lokinni endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands, en sú greiðsla hefur enn ekki borist, jafnvel þótt íslensk stjórnvöld telji sig hafa uppfyllt öll efnahagsskilyrði áætlunar sjóðsins fyrir þeirri greiðslu. Norðurlandaþjóðirnar sem heitið hafa lánum, tengja þau við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem aftur vill að Íslendingar gangi frá samningum um Icesave áður en hann greiðir út annan hluta lánsins. Stórar lánagreiðslur stranda því á pattstöðunni sem er í Icesavemálinu. Færeyingar settu engin skilyrði sem þessi fyrir sínu rúmlega sex milljarða láni í nóvember síðast liðnum og Pólverjar hafa heldur ekki sett skilyðri af þessum toga fyrir sinni lánveitingu. Nú í hádeginu skrifar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt fjármálaráðherra Póllands undir 25 milljarða króna lán Pólverja til Íslendinga, eða 200 milljónir dollara. Þá hafa Íslendingar samanlagt fengið rétt rúman milljarð dollara af þeim tíu milljörðum sem talin er þörf á. Steingrímur mun svo væntanlega funda með Dimitri Pankin, einum af fjármálaráðherrum Rússlands, í Istanbúl í dag um allt að 500 milljónir dollara lán frá Rússum. Á morgun eða þriðjudag fundar hann svo með framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að þrýsta á þá um að sjóðurinn standi við áætlun sína gagnvart Íslandi. Að auki mun Steingrímur funda með utanríkisráðherrum Hollands og Bretlands í Istanbúl, til að freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu í samningum við þjóðirnar um lúkningu Icesavemálsins með þeim hætti að ríkisstjórnin treysti sér til að leggja þá niðurstöðu fyrir Alþingi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira