Innlent

Dagný Ósk nýr formaður UJ

Dagný Ósk Aradóttir Pind
Dagný Ósk Aradóttir Pind

Dagný Ósk Aradóttir Pind var kosin formaður Ungra Jafnaðarmanna á landsþingi UJ sem haldið var í Iðnó um helgina.

Dagný er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands og starfar einnig í hlutastarfi á markaðs- og samskiptasviði skólans. Dagný lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2004 og BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári.

Dagný sat í stjórn Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, árin 2004-2006. Þá sat hún í Stúdentaráði Háskóla Íslands og var formaður ráðsins árið 2007-2008.

Dagný tekur við af Önnu Pálu Sverrisdóttur sem hefur verið formaður síðastliðin tvö ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UJ í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×