Fleiri fréttir

Ánægð með góðan árangur í krabbameinslækningum karla

Fjöldi þeirra sem læknast alveg af krabbameini - en ná ekki bara að lifa fyrstu 5 ár eftir greiningu - eykst stöðugt. Þetta kemur fram í niðurstöðum langtíma faraldsfræðirannsóknarinnar EUROCARE-4 sem birtust nýlega í European Journal of Cancer.

Álfheiður bað sjálfstæðismenn afsökunar

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, bað Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn flokksins, afsökunar á þeim ummælum sínum, að þeir væru ekki að vinna vinnuna sína.

Merkilegt pólitískt bónorð

,,Ekki hefur sést skýrara pólitískt bónorð," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag þegar hann gerði ályktun landsfundar Vinstri grænna að umfjöllunarefni.

Aðkoma erlendra sérfræðinga að bankahruninu aukin

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu að þinglok yrðu ekki í þessari viku. Hún sagði að fyrir þinginu lægju á bilinu 35 til 38 óafgreidd mál og af þeim væru 22 í forgangi.

Samkomulag um takmörkun á auglýsingakostnaði

Stjórnmálaflokkarnir sem eiga fulltrúa á Alþingi, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa gert samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi.

Sunnlendingar mótmæla niðurskurði

Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra, verður síðar í dag afhent um fjögur þúsund undirskriftir Sunnlendinga sem mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Fá umsamda launahækkun greidda

Fiskvinnslufyrirtækið Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að borga starfsfólki sínu umsamda launahækkun sem búið var að semja um en ákveðið var að fresta fram á sumar með samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Eyjar.net. Um 80 starfsmenn starfa hjá Godthaab í Nöf.

Yfir 200 mál óafgreidd hjá ríkislögmanni

Meira en 200 mál voru óafgreidd hjá embætti ríkislögmanns í árslok 2008. Embættinu bárust 325 ný mál í fyrra. Fyrir voru 134 óafgreidd mál frá árinu áður. Í fyrra var lokið við 252 mál en 207 var ólokið í árslok. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins.

Erlendir fjárfestar halda að sér höndum

Fjöldi erlendra fjárfesta hefur áhuga á Íslandi, en skila sér ekki. Þeir halda að sér höndum og kvarta undan því að leikreglum sé breytt í miðju samningaferli. Ekki sé treystandi á óstöðugt starfsumhverfi hér á landi.

Lifði af tvær kjarnorkuárásir

Tsutomu Yamaguchi var á viðskiptaferðalagi í Hiroshima þann sjötta ágúst árið 1945 þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina.

Dauðadómur fyrir skógarelda

Fimm slökkviliðsmenn fórust þegar þeir börðust við skógarelda sem voru kveiktir í suðurhluta Kaliforníu árið 2006.

Hátæknisjúkrahús: Von á tillögum norskra sérfræðinga

Von er á tillögum norskra sérfræðinga um framtíð hátæknisjúkrahússins um næstu mánaðamót. Engin stefnubreyting er hjá stjórnvöldum um að reisa nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut. Þetta staðfesti Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir helgi.

Spyrst fyrir um samgönguáætlun

Umræða utan dagskrár fer fram á Alþingi í dag um framgang samgönguáætlunar stjórnvalda. Málshefjandi er Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og verður Kristján Möller, samgönguráðherra til andsvara.

Aukaársfundur ASÍ vegna ástandsins

Vegna Alþingiskosninganna eftir mánuð og ástandsins í þjóðfélaginu hefur verkalýðshreyfingin ákveðið að boða til aukaársfundar ASÍ og fer hann fram á Hilton hóteli á morgun.

Samfylkingin endurgreiðir styrk

Samfylkingin ætlar að endurgreiða síðar í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007, segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri flokksins í samtali við fréttastofu. Hún segir að Samfylkingin harmi mistökin og að verklagsreglur við öflun styrkja til flokksins verði hertar.

Flestir karlmenn læknast af krabbameini á Íslandi

Hlutfall þeirra sjúklinga sem læknast af krabbameini fer hækkandi í evrópu, ef marka má mikla rannsókn sem birt er í dag. Hæsta hlutfall karlmanna sem læknast af krabbameini er á Íslandi eða 47%. Flestar konur sem læknast eru í Frakklandi og Finnlandi eða 59%. Fæstir læknast af krabbameini í Póllandi eða 21% karla og 38% kvenna.

Barak og Netanyahu ætla að mynda stjórn

Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins, um myndun meirihlutastjórnar. Verði stjórnarþátttakan samþykkt í helstu stofnunum flokkanna hefur ný samsteypustjórn stuðning 66 þingmanna af 120 á Knesset, ísraelska þinginu. Netanyahu hefur frest til 3. apríl til að mynda nýja ríkisstjórn en þingkosningarnar fóru fram um miðjan febrúar.

Seðlabankastjóri þekkti ekki cad-hlutfall

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og fyrrum stjórnarmaður í bankaráði Seðlabankans segir forsætisráðherra sennilega hafa brotið lög þegar hún réði norskan stjórnmálamann í embætti seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í grein sem Hannes skrifar í Morgunblaðið í dag en þar segir hann einnig frá því að seðlabankastjórinn hafi ekki vitað hvað svokallað cad-hlutfall fjámálastofnana væri og sé bæði ákvörðunarfælinn og taugaóstyrkur.

Frestur til að komast á kjörskrá rennur út

Íslendingar sem skráðir hafa verið með lögheimili erlendis lengur en átta ár hafa frest til morguns til að komast á kjörskrá vegna þingkosninganna 25. apríl næstkomandi. Kjörskrá var áður miðuð við 1. desember ár hvert en ekki varð ljóst fyrr en 1. febrúar síðastliðinn að kosið yrði á þessu ári.

11 þúsund karlar atvinnulausir

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 17.409 manns atvinnulausir á landinu öllu. Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 11.043 en konurnar eru 6.366 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.666 án atvinnu.

Kona í Texas lét bílinn fyrir geitur

Miranda Walton í Austin í Texas fer ekki í geitarhús að leita ullar. Síður en svo. Hún skipti á gamla Ford-pallbílnum sínum og nokkrum geitum og fær nú úr þeim alla mjólk til heimilisins en ekki er nóg með það.

Fyrsta bjórverksmiðjan í Súdan

Í Suður-Súdan gantast íbúarnir með að áfengi sé þeim ákaflega mikils virði. Það hafi kostað þá tveggja áratuga blóðuga borgarastyrjöld að koma sér í þá stöðu að geta fengið sér kaldan bjór að loknum erfiðum, og alla jafna heitum, vinnudegi.

Kaupmannahafnarbúar í skotheld vesti

Vargöldin í Kaupmannahöfn er orðin slík að almennir borgarar eru sumir hverjir farnir að kaupa sér skotheld vesti til að klæðast á götum borgarinnar. Einnig er mikið um að lögregluþjónar kaupi sér skotheld vesti en lögreglan á ekki vesti fyrir nema um helminginn af liðinu og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta hefur orðið til þess að lögregluþjónar grípa til þess ráðs að kaupa sér sín eigin vesti segir dagblaðið Berlingske Tidende.

Fljúgandi furðuhlutir í brennidepli í Bretlandi

Bretar ræða nú um fljúgandi furðuhluti sem aldrei fyrr. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan bresk stjórnvöld birtu vitnisburði og teikningar fjölda fólks sem sagðist hafa séð slíka hluti og voru óvenjumargar skýrslnanna frá árinu 1989 og margar lýsinganna nokkuð samhljóða.

Selveiðin hafin í Kanada

Árlegt selveiðitímabil Kanada er hafið og er leyfilegur veiðikvóti ársins 280.000 dýr sem er 5.000 meira en í fyrra. Selveiðimenn flykkjast nú til austurstrandar landsins þar sem veiðin fer að mestu fram en hún er ekki með öllu óumdeild.

Skinney komin til Möltu

Fjölveiðiskipið Skinney, sem smíðað var á Tævan og er á heimleið til Hafnar í Hornafirði, kom í nótt til Möltu þar sem tekinn verður kostur og olía fyrir lokaáfanga heimferðarinnar.

Brim greiðir umsamda launahækkun

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim í Reykjavík, sem rekur fiskvinnslu á Akureyri, í Grenivík, á Akranesi og að Laugum í Reykjadal, ætlar að greiða öllu landverkafólki sínu umsamda launahækkun upp á 13.500 krónur um mánaðamótin.

Tölvum stolið úr prentsmiðju

Brotist var inn í prentsmiðju við Skúlagötu í Reykjavík í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti tveimur tölvum. Þjófurinn braut sér leið inn um aðaldyrnar með kúbeini og komst undan með þýfið. Hans er nú leitað. Ekki liggur fyrir hvort mikilvæg vinnugögn voru í tölvunum.

Bíll brann til kaldra kola

Mannlaus bíll brann til kaldra kola í Vatnsskarðsnámum ofan við Hafnarfjörð í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti slökkviliði um brennandi bílinn um tíuleytið í gærkvöldi, en þegar það kom á vettvang logaði í rústum hans og er ekki vitað hvaða, eða hvernig, bíll þetta var.

Eftirlýstur piltur fundinn

Pilturinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær, fannst í gærkvöldi, heill á húfi. Hans hafði verið saknað frá því á föstudag, er hann strauk frá meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði. Lögregla fann hann eftir ábendingu um dvalarstað hans.

Bíllinn seig undir þýfinu

Tveir Litháar voru handteknir á Suðurlandsvegi, austan við Selfoss undir morgun, á drekkhlöðnum bíl af þýfi. Þar voru meðal annars þrír flatskjáir sem enn báru skráningarnúmer lögreglu, eftir að lögregla lagði hald á þá í þýfi annarra þjófa fyrir þremur vikum.

Vill fá skaðabætur vegna leyfis sem hann var settur í

Séra Gunnar Björnsson, sem var sýknaður í Hæstarétti af ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur sóknarbörnum sínum á unglingsaldri, vill fá greiddar skaðabætur vegna leyfis sem hann var settur í á meðan mál hans var til meðferðar hjá dómstólum. Gunnar mun aftur hefja störf í Selfosskirkju þann 1. maí.

Tveir sóttu um í Seljakirkju

Tveir umsækjendur eru um embætti prests í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Frestur til að skila inn umsóknum rann út 17. mars. Embættið veitist frá 1. apríl næstkomandi.

Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd.

Bryndís vill sæti Ármanns

Bryndís Haraldsdóttir hefur farið fram á það við kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að hún verði flutt upp í sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor þar sem Ármann Kr. Ólafsson hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Að öðrum kosti hyggst hún ekki taka sæti á listanum.

Endurgreiði styrkinn frá Neyðarlínunni

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að afþakka 300 þúsund króna framlag sem Neyðarlínan veitti flokknum árið 2007 og endurgreiða það.

Brjóstamjólk er besta næringin fyrir ungbörn

Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð og Miðstöð heilsuverndar barna leggja mikla áherslu á að brjóstamjólk sé besta næring fyrir ungbörn enda er talið að kostir móðurmjólkur sem helsta næring barna á fyrsta ári vegi miklum mun þyngra en gallar.

Gamli tíminn enn í utanríkisráðuneytinu

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag gamla tímann enn vera í gildi í utanríkisráðuneytinu og það væri undir ráðherra komið og hans hugarflugi hverjir væru ráðnir sem sendiherrar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist ekki hafa hugleitt hvort auglýsa eigi eftir sendiherrum.

Ásta geri grein fyrir alvarlegum ásökunum sínum

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hann færi fram á það að Ásta Möller þingmaður gerði grein fyrir alvarlegum ásökunum sínum gagnvart læknum í landinu. Ögmundur sagðist ætla að ræða ummæli Ástu um MS lyfið Tysabri á fundi heilbrigðisnefndar á miðvikudaginn.

Kosning um formann Samtaka atvinnulífsins hafin

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Kosningin hófst í morgun en Þór Sigfússon, formaður SA, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður. Þór er að ljúka sínu fyrsta starfsári sem formaður Samtaka atvinnulífsins en hann tók við formennsku á aðalfundi SA þann 18. apríl 2008.

Klínísk sjónarmið ráða því hverjir fá Tysabri lyfið

Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, segir læknisfræðileg sjónarmið og niðurstöður rannsókna ráða því hvaða sjúklingar fái Tysabri meðferð á spítalnum. Ein aðalástæðan fyrir töf eru dauðsföll eftir gjöf lyfsins erlendis. Lyfið er nýtt og hefur hamlandi áhrif á MS sjúkdóminn.

Sjá næstu 50 fréttir