Innlent

Kosning um formann Samtaka atvinnulífsins hafin

Þór Sigfússon, formaður SA.
Þór Sigfússon, formaður SA.
Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Kosningin hófst í morgun en Þór Sigfússon, formaður SA, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður. Þór er að ljúka sínu fyrsta starfsári sem formaður Samtaka atvinnulífsins en hann tók við formennsku á aðalfundi SA þann 18. apríl 2008.

Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Rafrænni kosningu lýkur klukkan 12 22. apríl þegar aðalfundur samtakanna hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×