Innlent

Vill fá skaðabætur vegna leyfis sem hann var settur í

Séra Gunnar Björnsson, sem var sýknaður í Hæstarétti af ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur sóknarbörnum sínum á unglingsaldri, vill fá greiddar skaðabætur vegna leyfis sem hann var settur í á meðan mál hans var til meðferðar hjá dómstólum. Gunnar mun aftur hefja störf í Selfosskirkju þann 1. maí.

Séra Gunnar var ákærður fyrir kynferðisbort og brot barnaverndarlögum en honum var gefið að sök að hafa faðmað, strokið og kysst tvö af sóknarbörnum sínum. Tvær stúlkur til viðbótar kærðu Gunnar til lögreglu en mál þeirra var látið niður falla og náði aldrei til dómstóla. Á meðan málið var í rannsókn setti Biskupsstofa Gunnar í leyfi á fullum launum. Eftir ríkissakónari gaf út ákæru á hendur honum var séra Gunnar hins vegar veitt lausn um stundarsakir og hefur síðan þá verið á hálfum launum.

Hæstiréttur sýknaði Séra Gunnar af öllum ákærum síðasta fimmtudag. Daginn eftir sendi Biskup honum bréf þar sem Gunnari var tjáð að hann ætti að hefja aftur störf sem sóknarprestur í Selfosskirkju þann 1. maí næstkomandi. Þá var honum í bréfinu einnig tjáð að honum yrði greidd öll þau laun sem hann hefur orðið af á meðan mál hans var til meðferðar hjá dómstólum. Auk þess verða honum greiddir vextir af vangoldnum launum.

Fréttastofa hefur upplýsingar um að séra Gunnar hyggist ekki láta þar við sitja.Lögfræðingur hans hefur óskað eftir fundi með fulltrúum biskupsstofu á miðvikudag þar sem hlögð verður fram krafa um að séra Gunnari verði greiddar skaðabætur vegna vangoldinni launa á meðan hann lá undir grun um að hafa brotið gegn sóknarbörnum sínum

Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs segir of snemmt að taka afstöðu til skaðabótakröfu séra Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×