Innlent

Yfir 200 mál óafgreidd hjá ríkislögmanni

Ríkislögmaður heyrir undir forsætisráðuneytið. Skrifstofa embættisins er við Hverfisgötu 4-6.
Ríkislögmaður heyrir undir forsætisráðuneytið. Skrifstofa embættisins er við Hverfisgötu 4-6.

Meira en 200 mál voru óafgreidd hjá embætti ríkislögmanns í árslok 2008. Embættinu bárust 325 ný mál í fyrra. Fyrir voru 134 óafgreidd mál frá árinu áður. Í fyrra var lokið við 252 mál en 207 var ólokið í árslok. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins.

Af nýjum málum á árinu 2008 voru 119 dómsmál. Af þeim voru 81 rekin fyrir héraðsdómi, 33 fyrir Hæstarétti og 5 fyrir Félagsdómi. Bótakröfur voru 83, erindi/álitsgerðir 34, tryggingabótakröfur 86 og önnur mál 3, að fram kemur á vef forsætisráðuneytisins.

Embætti ríkislögmanns er sjálfstæð stofnun og heyrir samkvæmt lögunum undir stjórnarráðið. Verkefni embættisins eru í aðalatriðum uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og lögfræðilegar álitsgerðir samkvæmt ákvörðun ráðherra og aðstoð við vandasama samningsgerð. Þá fer embættið með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Hjá embætti ríkislögmanns starfa nú sex starfsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×