Innlent

Sunnlendingar mótmæla niðurskurði

Ögmundi verður síðar í dag afhentar um fjögur þúsund undirskriftir Sunnlendinga
Ögmundi verður síðar í dag afhentar um fjögur þúsund undirskriftir Sunnlendinga
Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra, verður síðar í dag afhent um fjögur þúsund undirskriftir Sunnlendinga sem mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Áformað er að leggja niður bakvaktir fæðingar-, skurð- og svæfingarlækna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Reiknað er með að 60 prósent fæðinga muni við þetta flytjast á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík, að fram kemur í tilkynningu.

Samband sunnlenskra kvenna stóð fyrir söfnun undirskrifta og hafa tugir kvenfélagskvenna undanfarnar tvær vikur gengið í hús á Suðurlandi með undirskriftarlista og hafa þeir legið frammi víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×