Innlent

Tveir sóttu um í Seljakirkju

Tveir umsækjendur eru um embætti prests í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Frestur til að skila inn umsóknum rann út 17. mars. Embættið veitist frá 1. apríl næstkomandi.

Umsækjendur eru:

· Séra Hans Markús Hafsteinsson

· Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

Séra Bolli Pétur Bollason var áður prestur í kirkjunni en hann mun þjóna sóknarbörnum í Laufási. Séra Valgeir Ástráðsson er sóknarprestur í Seljaprestakalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×