Innlent

Brim greiðir umsamda launahækkun

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. MYND/Vf.is

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim í Reykjavík, sem rekur fiskvinnslu á Akureyri, í Grenivík, á Akranesi og að Laugum í Reykjadal, ætlar að greiða öllu landverkafólki sínu umsamda launahækkun upp á 13.500 krónur um mánaðamótin.

Fyrirtækið ætlar þar með ekki að nýta sér samkomulag Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar um að fresta hækkuninni fram á sumar, þegar á að endurskoða samningana. Auk landvinnslunnar gerir Brim út sex togara. Eins og fram er komið hættu eigendur HB Granda við að fresta hækkuninni eftir harða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að gera það, en greiða sjálfum sér hins vegar arð af rekstri síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×