Innlent

Frestur til að komast á kjörskrá rennur út

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Íslendingar sem skráðir hafa verið með lögheimili erlendis lengur en átta ár hafa frest til morguns til að komast á kjörskrá vegna þingkosninganna 25. apríl næstkomandi. Kjörskrá var áður miðuð við 1. desember ár hvert en ekki varð ljóst fyrr en 1. febrúar síðastliðinn að kosið yrði á þessu ári.

Til að Íslendingar búsettir erlendis gætu tekið þátt í kosningunum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um kosningar í byrjun mánaðarins.

Viðkomandi þarf að senda beiðni til Þjóðskrár fyrir miðvikudaginn um að verða tekin á kjörskrá.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á tjodskra.is en hægt er að sækja um hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×