Erlent

Kaupmannahafnarbúar í skotheld vesti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vargöldin í Kaupmannahöfn er orðin slík að almennir borgarar eru sumir hverjir farnir að kaupa sér skotheld vesti til að klæðast á götum borgarinnar. Einnig er mikið um að lögregluþjónar kaupi sér skotheld vesti en lögreglan á ekki vesti fyrir nema um helminginn af liðinu og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Þetta hefur orðið til þess að lögregluþjónar grípa til þess ráðs að kaupa sér sín eigin vesti segir dagblaðið Berlingske Tidende.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×