Innlent

Evrópusambandið ekki nefnt í drögum að landsfundarályktun

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2005. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins vill að Íslendingar gangi í Evrópusambandið.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2005. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins vill að Íslendingar gangi í Evrópusambandið.

Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins vill að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Hins vegar er ekki vikið einu orði að Evrópusambandinu í drögum að landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál.

Sjálfstæðismenn ganga til landsfundar um komandi helgi. Fundurinn er æðsta valdið í málefnum Sjálfstæðisflokksins og þar er stefna hans mörkuð. Þegar er búið að birta drög að ályktunum fundarins. Þær geta svo tekið breytingum á fundinum sjálfum.

Endurreisnarnefnd flokksins lauk störfum á dögunum og gaf út mikla bók. Þar er ekki bara fjallað um fortíðina, heldur líka það sem á að gera.

Meðal þess sem endurreisnarnefndin leggur til er að sækja nú þegar um aðild að Evrópusambandinu og evrópska myntbandalaginu með það að markmði að ganga í sambandið, ef gengist verði við skilgreindum kröfum Íslendinga í meginatriðum. Aðildarumsókn sendi jafnframt sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um það hvert við stefnum í efnahagsmálum til framtíðar.

Í drögum að ályktun landsfundarins um utanríkismál er Evrópusambandið ekki nefnt einu orði. Von er á skýrslu frá Evrópunefnd flokksins fyrir landsfundinn. Flokkurinn ætlar á grundvelli skýrslunnar að meta framhaldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×