Fleiri fréttir

Guðjón Arnar: Flokkurinn er ekki í góðu standi

,,Flokkurinn er náttúrulega ekki í góðu standi þegar koma svona uppákomur. Alls ekki. Þetta kemur manni algjörlega í opna skjöldu," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um aðspurður um brotthvarf Ásgerðar Jónu Flosadóttur og tveggja þingmanna úr flokkknum.

Skartgripaþjófurinn handtekinn

Lögreglan á höfðuðborgarsvæðinu handtók í morgun mann, sem grunaður hefur verið um þjófnaði úr skartgripaverslunum undanfarna daga. Ábendingar bárust frá fólki strax eftir að fjölmiðlar birtu myndir af viðkomandi fyrir helgina. Þegar unnið var úr vísbendingunum beindist athyglin að tilteknum manni er kom heim og saman við fyrirliggjandi upplýsingar. Hann hefur viðkennt aðild að brotunum og gefið skýringu á tilefni þeirra. Maðurinn verður yfirheyrður nánar í dag.

Rannsókn hafin á flugslysinu í Montana

Sautján manns flest börn fórust með einshreyfils flugvél sem hrapaði í lendingu í Montana í Bandaríkjunum í dag. Gott skyggni var og hæg gola þegar slysið varð. Rannsókn er hafin á hvað olli slysinu. Þá fórust tveir flugmenn fragtflugvélar sem varð alelda í lendingu á Narita flugvelli í Tokyo.

Steingrímur skrifar undir Færeyjalánið í kvöld

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fer til Færjeyja í kvöld þar sem undirritaður verður samningur sem þjóðirnar hafa gert með sér um greiðslukjör lánsins sem Færeyingar buðu Íslendingum í kjölfar bankahrunsins.

Sigurjón stofnar nýtt fréttatímarit

Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður, hefur ákveðið að stofna nýtt fréttatímarit sem verður alfarið óháð peningaöflum og stjórnmálum. Þegar eru komin loforð um hlutafé, að fram kemur á vefsíðu Sigurjóns.

Enn fækkar í Frjálslynda flokknum

Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum.

Sjúkratryggingar endurgreiða 55 milljónir

Sjúkratryggingar Íslands að endurgreiða sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu á seinasta ári í heildina 55 milljónir króna. Rúmlega 14.000 einstaklingar njóta góðs af, að fram kemur í tilynningu frá stofnunni. Upphæðirnar eru misháar en meðalgreiðsla á hvern einstakling er um 4.000 krónur.

Aðstoðarmannakerfi þingmanna verði lagt niður

Afnema ber aðstoðarmannakerfi þingmanna og efla nefndasvið Alþingis þess í stað. Þetta segir í drögum að ályktun sem liggur fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst með setningarræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins, á fimmtudaginn. Flokkurinn telur einnig brýnt að fækka ráðuneytum enda væri slík hagræðing gott fordæmi gagnvart öðrum stofnunum stjórnsýslunnar.

75 þúsund hafa þegar talið fram

Hátt í sjötíu og fimm þúsund skattframteljendur höfðu skilað inn skattaskýrslum sínum í morgun en í dag er síðasti dagurinn til að skila inn framtali. Hægt er að sækja um frest til að skila framtalinu og gildir hann fram í næstu viku. Að venju hafa margir framteljendur nýtt sér það.

Útvarpsstöð Ástþórs í loftið

Ástþór Magnússon og félagar í Lýðræðishreyfingunni hófu útsendingar Lýðvarpsins klukkan 07:00 í morgun. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að í hádeginu verði Fréttavaktin send út þar sem hlustað verður á fréttir ríkisútvarpsins með hlustendum.

Bretar notuðu reiðufé meira en kort í fyrra

Bretar, og án efa fleiri þjóðir, kjósa að nota reiðufé frekar en greiðslukortin til að hafa betri yfirsýn yfir hve miklu þeir eyða. Rannsókn samtaka smásöluverslana í Bretlandi leiddi í ljós að 56 prósent allra greiðslna sem inntar voru af hendi í verslunum í fyrra voru í peningum.

Póstmeistari neitar að afgreiða þá sem tala ekki ensku

Deva Kumarasiri er frá Sri Lanka og stjórnar pósthúsi í Nottingham. Hann hefur átt í harðvítugri deilu við póstmálayfirvöld í borginni eftir að hann tók þá ákvörðun að neita viðskiptavinum, sem ekki eru mæltir á enska tungu, um þjónustu.

Danskur ökuþór á vel yfir 200 km hraða

Lögreglan í Ribe í Danmörku eltist í nótt við rúmlega tvítugan vélhjólamann sem ók á tímabili vel yfir 200 kílómetra hraða á klukkustund meðan á eftirförinni stóð. Fjöldi lögreglubíla kom að eftirförinni sem náði yfir 30 kílómetra vegalengd. Ökumaðurinn reyndi að lokum að fela sig fyrir lögreglunni en til hans sást og var hann handtekinn.

Bretar læra viðbrögð við hryðjuverkum

Um það bil 60.000 manns í Bretlandi gangast um þessar mundir undir þjálfun í að bregðast við hryðjuverkaárásum og bera kennsl á mögulega hryðjuverkamenn.

Tveir létust þegar kviknaði í flugvél

Flugmaður og aðstoðarflugmaður biðu bana þegar eldur kom upp í flugvél hraðflutningafyrirtækisins Federal Express á Narita-flugvellinum í Tókýó í gærkvöldi.

Sautján létust í flugslysi í Montana

Allt að 17 manns létu lífið, þar af nokkur börn, þegar eins hreyfils farþegaflugvél hrapaði til jarðar í Butte í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Sigla til Ísafjarðar með veikan skipverja

Grænlenskur togari siglir nú fulla ferð áleiðis til Ísafjarðar með veikan sjómann sem þarf að komast undir læknishendur. Talið er að hann sé með botnlangakast og hafa skipstjórnendur verið í sambandi við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar og notið aðstoðar hans.

Fjórhjólamenn handteknir eftir spjöll

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo menn eftir að þeir höfðu spólað upp jarðvegi á friðlýstu svæði við Setberg, rétt sunnan við Sandgerði, og loks spólað hjólin föst.

Óku vélsleðum fram af hengju

Tveir menn slösuðust þegar þeir óku vélsleðum sínum fram af hengju og lentu ofan í gilli austan við Sandfell í Öxarfirði í gær. Annar missti meðvitund en rankaði brátt við sér.

Réðust á pizzasendil í Reykjanesbæ

Þrír dökkklæddir menn með lambhúshettur réðust á pizzusendil við Hrannargötu í Reykjanesbæ laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Einn þeirra var vopnaður hnífi og sló hann sendilinn tvisvar í höfuðið með skeftinu og hinir tveir lömdu hann líka.

Tap í sjóðum lækki skattstofn

Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hvetur þá sem hafa tapað á peningamarkaðssjóðum við slit þeirra í haust að sækja um skattaívilnanir til ríkisskattstjóra. Skattaívilnun mundi þýða lægri tekjuskattsstofn. Skattstjóri hafði áður hafnað því að einstaklingar ættu rétt á ívilnunum, en Gísli telur að meta beri hvert og einstakt tilvik.

Svara fyrir sjónvarpsþátt

Umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu Eskju hf. á Eskifirði hefur dregið dilk á eftir sér. Í þættinum, sem Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um í gær, er rætt við þá Hauk Björnsson framkvæmdastjóra og nafna hans Jónsson verksmiðjustjóra.

Bretar réttlæta beitingu hryðjuverkalaganna

„Forsvarsmenn breskra stjórnvalda, þar með taldir þingmenn úr báðum deildum breska þingsins, halda fast við þá afstöðu að það hafi verið fyllilega réttlætanlegt að beita umdeildum hryðjuverkavarnalögum til að frysta eigur Landsbankans og íslenskra stjórnvalda í Bretlandi í því skyni að verja hagsmuni breskra sparifjáreigenda.“ Þetta segir Ólafur Elíasson, einn talsmanna Indefence-hópsins svonefnda, eftir fund sem hópurinn átti í þinghúsinu í Lundúnum fyrr í vikunni.

Ísland er engu að síður ódýrt

Tvöföld gengis­skráning íslensku krónunnar hér á landi og erlendis truflar ferðaþjónustuna hér á landi. Ferðamenn, sem skoða verð til dæmis á netinu, og miða við gengi íslensku krónunnar erlendis reikna út allt annað verð en miðað við gengið hér.

Vilja gufubað við Laugarvatn í sumar

Viðræður eru í gangi um að koma á fót bráðabirgða­aðstöðu fyrir gufubað á Laugarvatni í sumar. Viðræður standa yfir um afnot af húsnæði, en niður­staða liggur ekki fyrir. Gufa ehf., sem hyggur á rekstur heilsulindar á svæðinu, kemur ekki að vinnu við mögulega bráðabirgðaaðstöðu.

Hefur gengið vonum framar

„Þetta hefur gengið vonum framar hingað til og við getum ekki verið annað en sátt, því við höfðum reiknað með meiri samdrætti. En auðvitað eru blikur á lofti hér eins og annars staðar,“ segir Jón Ingvar Pálsson, yfirlögfræðingur hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem sér um innheimtu meðlagsgreiðslna. Innheimtuhlutfall greiðslnanna hefur lækkað í kringum ellefu prósent frá því á sama tíma á síðasta ári.

Hundruð þúsunda sáu Páfann í Angóla

Hundruð þúsunda íbúa í Angóla komu saman í dag til þess að hlusta á Beneditkt 16 páfa. Engu skipti þó að tvær konur létu lífið á laugardaginn vegna troðnings. Öryggisgæslan var gríðarlega ströng.

Vítisengill laminn til dauða á áströlskum flugvelli

Maður, sem talið er að sé Vítisengill, var laminn til dauða af fjórum mönnum vopnuðum hafnaboltakylfum í gær. Maðurinn var að koma með flugi til Sidney þegar mennirnir komu gangandi upp að honum og lömdu hann til dauða. Vitni sögðu að mennirnir fjórir hefðu beitt kylfunum eins og sverðum á meðan maðurinn lá á gólfinu.

Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum

Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.

Spítali dauðans virti aðvaranir af vettugi

Spítalinn Stafford Hospital í Staffordshire hefur lent í hringiðu hneykslis í Bretlandi eftir að í ljós kom að tala látinna á spítalanum var gríðarlega há og mun hærri en hjá svipuðum sjúkrahúsum í Englandi samkvæmt Telegraph. Í ljós hefur komið að spítalinn var margagnrýndur fyrir lélegan aðbúnað af heilbrigðiseftirlitinu í Bretlandi, án þessa þó að bregðast nokkurn tímann við því.

Grétar Mar: Ríkisstjórnin verður að semja við sjómenn

„Með aðgerðarleysinu er Steingrímur að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum, og þá sérstaklega þessum tveimur frá Tálknafirði sem fóru með mál sitt alla leið til mannréttindadómstóls og sigruðu þar," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurlandskjördæmi en hann er ekki sáttur við að íslenska ríkisstjórnin, og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, hafi ekki samið við sjómennina um bætur.

Verksmiðjustjóri var lækkaður í tign - ekki rekinn

Haukur Jónsson var ekki sagt upp hjá fiskimjölsverksmiðjunni Eskju hf. eftir að sænskur fréttaskýringaþáttur tók við hann viðtal. Í tilkynningu frá Eskju segir að Haukur starfi hinsvegar ekki lengur sem verksmiðjustjóri, heldur undir nýjum yfirmanni.

Starfsfólk SPRON: Okkur var sagt upp í beinni

„Við erum ósátt við að viðskiptaráðherra hafi sagt okkur upp í beinni útsendingu,“ sagði formaður starfsmannafélags SPRON, Ólafur Már Svansson í dag. Starfsfólk bankans safnaðist saman á tilfinningaþrungnum fundi á Grand Hóteli í dag.

Prófkjör NV: Ásbjörn sigraði Einar

Nú er talningu lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í NV kjördæmi. Ásbjörn Óttarsson í Snæfellsbæ skaust í efsta sæti listans þegar síðustu atkvæði höfðu verið talin og telst því sigurvegari prófkjörsins, samkvæmt fréttavef Skessuhorns.is.

Sálfræðingar og áfallateymi á SPRON-fundi

Áfallateymi og sálfræðingar voru á fundi sem starfsmenn SPRON áttu með fjármálaráðuneytinu. Fundurinn hófst klukkan tvö eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en honum er nú lokið. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel.

Átta atkvæði á milli Einars og Ásbjörns

Einar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra vermir fyrsta sætið í hörðum prófkjörsslag í Norðvesturkjördæmi en meirihluti atkvæð hefur verið talinn, eða alls 2400 atkvæði.

Ármann ekki á þing

Þingmaðurinn Ármann Kr. Ólafsson mun ekki taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hann hafnaði í sjöunda sæti.

Kristján Þór í formanninn

Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum.

Verksmiðjustjóri rekinn vegna fréttaskýringaþáttar

„Ég hef ekkert um málið að segja," segir Haukur Jónsson fyrrverandi verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar Eskju á Eskifirði en hann var rekinn úr starfi eftir að viðtal við hann birtist í sænskum fréttaskýringaþætti fyrir skömmu.

Vélsleðaslys: Þyrlu snúið við

Vésleðaslys varð norður í Öxarfirði rétt eftir hádegi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni var snúið við eftir að læknir mat aðstæður að hennar væri ekki þörf.

Sjá næstu 50 fréttir