Innlent

11 þúsund karlar atvinnulausir

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 17.409 manns atvinnulausir á landinu öllu. Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 11.043 en konurnar eru 6.366 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.666 án atvinnu.

Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi séu á bilinu 2000 til 2500.

Um fjórtán þúsund manns fengu greiddar atvinnuleysisbætur um seinustu mánaðamót. Heildarupphæðin nam um tveimur milljörðum króna, sem var hæsta upphæð sem atvinnuleysistryggingasjóður hafði greitt út í einu lagi frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×