Erlent

Unglingur ákærður fyrir morð á lögregluþjóni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stephen Carroll.
Stephen Carroll. MYND/Telegraph
Sautján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir morðið á Stephen Carroll, lögreglumanninum sem var skotinn til bana í Craigavon á Norður-Írlandi fyrir um hálfum mánuði. Hinn grunaði morðingi er einnig ákærður fyrir að tilheyra Continuity IRA, hópi sem klauf sig frá Írska lýðveldishernum IRA. Auk hins ákærða eru fjórir í haldi sem grunaðir eru um aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×