Erlent

Krónprins Dana setti umhverfis- og orkuráðstefnu í Chicago

Friðrik Krónprins Dana og Mary Donaldson eiginkona hans.
Friðrik Krónprins Dana og Mary Donaldson eiginkona hans.
Það er auðvelt að sameina hagvöxt, atvinnusköpun og umhverfisverndarstjórnmál, sagði Friðrik krónprins Danmerkur þegar að hann opnaði umhverfis- og orkuráðstefnu í Chicago í Bandaríkjunum í dag.

„Græn orka getur skapað ný tækifæri á markaði," sagði krónprinsinn við opnun ráðstefnunnar, sem var haldin í menningarmiðstöð í Chicago. Friðrik hélt til Bandaríkjanna í gær ásamt eiginkonu sinni og gert er ráð fyrir að þau dvelji þar í viku.

Richard M. Daley borgarstjóri í Chicago var einnig á meðal ráðstefnugesta. Hann sagði að Chicago hefði ávallt reynt að vera í fararbroddi í umhverfisvernd og borgin hefði farið af stað með umhverfisverndaráætlun í fyrra. Hann sagði að Danir og Chicagobúar ynnu því að sama tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×