Erlent

Selveiðin hafin í Kanada

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Það er kannski engin furða að veiðarnar eru umdeildar. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við að leita að myndum undir "Canada seal hunting" á Google en þessi var ein af þeim skárri sem þar kom upp.
Það er kannski engin furða að veiðarnar eru umdeildar. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við að leita að myndum undir "Canada seal hunting" á Google en þessi var ein af þeim skárri sem þar kom upp. MYND/Liberationbc.org

Árlegt selveiðitímabil Kanada er hafið og er leyfilegur veiðikvóti ársins 280.000 dýr sem er 5.000 meira en í fyrra. Selveiðimenn flykkjast nú til austurstrandar landsins þar sem veiðin fer að mestu fram en hún er ekki með öllu óumdeild.

Dýraverndunarsinnar hafa lengi haft horn í síðu Kanadamanna vegna veiðanna og telja þær hvort tvegga grimmilegar og óskynsamlegar í ljósi nýrra reglna Evrópusambandsins um bann við innflutningi á selkjöti. Þá hafa selaafurðir frá Kanada verið bannvara í Bandaríkjunum síðan 1972.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×