Innlent

Merkilegt pólitískt bónorð

Birgir Ármannsson, þingmaður Stjórnmálaflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Stjórnmálaflokksins.
,,Ekki hefur sést skýrara pólitískt bónorð," sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag þegar hann gerði ályktun landsfundar Vinstri grænna að umfjöllunarefni.

Á landsfundi flokksins var samþykkt ályktun þess efnis að Vinstri grænir útiloka að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Birgir sagði athyglisvert að sjá hvort að Samfylkingin svari bónorði Vinstri grænna á landsfundi sínum um komandi helgi.

Birgir vildi vita hvernig stjórnarflokkarnir ætluðu að nálgast Evrópumálin. Hann sagði að túlkun Samfylkingarfólks á ályktun Vinstri grænna um Evrópumál væri skrautleg og skapandi.

Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði brýnni mál að fást við á næstunni en innganga Íslands í Evrópusambandið. Stefnan flokksins væri skýr.

Einar K. Guðfinnson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði grín af því sem hann kallaði fréttaskýringar Samfylkingarfólks en sagði jafnframt að forysta Vinstra grænna verði að tala skýrar í Evrópumálum. Hann spurði hvort að Vinstri grænir ætli að standa í fæturnar eða semja við Samfylkinguna til þess eins að geta setið áfram í ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×