Innlent

Spyrst fyrir um samgönguáætlun

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Umræða utan dagskrár fer fram á Alþingi í dag um framgang samgönguáætlunar stjórnvalda. Málshefjandi er Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og verður Kristján Möller, samgönguráðherra, til andsvara.

Ekki hefur að öllu leyti verið ákveðið hvaða vegagerðarverkefni verður unnt að bjóða út árið 2009. Þetta kemur fram í svari Kristjáns við fyrirspurn Einar K. Guðfinssonar um útboð vegaframkvæmda á fyrirstandi ári sem dreift var á Alþingi í gær.

Heildarfjárveiting til vegamála liggur fyrir á fjárlögum, en þróun verðlags getur haft töluverð áhrif á þau verk sem þegar eru í gangi og þar með á það rými sem verður til nýrra verkefna, segir í svari Kristjáns. Þá munu niðurstöðutölur úr útboðum ársins einnig hafa áhrif á það hvaða fjármagn verður til ráðstöfunar.

Þau stærri verkefni sem hafa verið boðin út á árinu 2009 eða reiknað er með að verði boðin út á næstu vikum og mánuðum er hægt að sjá sundurliðuð eftir kjördæmum hér.

http://www.althingi.is/altext/136/s/0784.html



Fleiri fréttir

Sjá meira


×