Erlent

Flestir karlmenn læknast af krabbameini á Íslandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Hlutfall þeirra sjúklinga sem læknast af krabbameini fer hækkandi í evrópu, ef marka má mikla rannsókn sem birt er í dag. Hæsta hlutfall karlmanna sem læknast af krabbameini er á Íslandi eða 47%. Flestar konur sem læknast eru í Frakklandi og Finnlandi eða 59%. Fæstir læknast af krabbameini í Póllandi eða 21% karla og 38% kvenna.

Það er breska blaðið The Guardian sem segir frá rannsókninni í dag. Í sérstakri útgáfu tímaritsins European Journal of Cancer er hægt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar.

Hún er unnin í samvinnu margra sérfræðinga frá mismunandi löndum evrópu. Þeir hafa í fyrsta skiptið áttað sig á stærðargráðu þeirra sem læknast, og hafa sömu lífslíkur og þeir sem aldrei hafa greinst með krabbamein.

Vísindamenn, frá Eurocare-4 starfshópnum, skoðuðu tvö tímabil. Frá 1988 til 1990 og frá 1997 til 1999. Þeir fundu síðan út að stærðargráða þeirra sjúklinga sem áæltað var að hefðu læknast af lungna, maga og ristilkrabbameini hefði aukist frá 6% upp í 8%, frá 15% upp í 18% og frá 42% upp í 49%, hvert um sig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×